Morgunn - 01.06.1938, Síða 104
98
MORGUNN
legt til þess. Og mér finst þetta erindi einnig bera skemti-
Iegan vott um það hvorttveggja. Án lengri formála læt ég
hann svo taka til máls.
Meðal þess fáa, sem fullvíst er í lífinu, er fæðing og
dauði. Vér munum ekki taka fæðinguna til athugunar, þó
að ekki vanti að hún sé að minsta kosti að sumu leiti
bæði merkilegt og vandskilið efni. En dauðinn er þunga-
miðjan i því málefni, sem oss er sameig-inlegt áhugamál
að rannsaka. Hann er með öllu óumflýjanlegur, en er hann
hið siðasta? Þetta er spurning, sem hver hugsandi maður
á reynslu tímabilinu milli hinna tveggja endastöðva lífsins
hlýtur að reyna til að komast að niðurstöðu um þýðing
hennar; reyna að velja milli hinnar algjörlega neikvæðu
niðurstöðu efnishyggjunnar — að dauðinn endar alt — og
hinna ýmsu leiða vonar, trúar og ótta, sem felast í hug-
myndinúi um framhaldslíf.
Oss er það öllum ljóst, að ástand heimsins á yfirstand-
andi tíma er fult umróts og ofþenslu. Svo hröð hefir fram-
för heimsmenningarinnar verið á síðustu hundrað árum og
að sama skapi harðnað og aukist ofþenslan á þessari öld —
eftir heimsstyrjöldina með enn meiri hraða — að það hef-
ir leitt til þess ástands, sem nú er alment orðið. Annars
vegar hafa framfarir í vísindum og á efnissviðum unnið
svo stórfelda sigra, að vart gat nokkurn órað fyrir, hins
vegar er óvissa og kvíði, sem stundum verður að óstjórn-
legri hræðslu og því nær gjörir einskis verðar efnisfram-
farirnar og þægindin, sem frá þeim stafa.
Gagnstætt þessum vísindalegu og menningarlegu fram-
förum hefir verið veitt eftirtekt því fyrirbrigði, sem Horder
lávarður hefir nefnt »andlega tregðu«, en þann talshátt munu
ekki aðrir skilja til fulls en þeir.sem kannast við þá staðreynd að
andlegur grundvöllur liggi að baki tilverunni. Af þessu hef-
ir leitt, að trú í ytra formi og á trúarsetningar og almenn-
ara tiltekið trú í öllum myndum hennar hefir dofnað. Sér-
staklega hefir kristindómurinn hjá hinum vestrænu menn-