Morgunn - 01.06.1938, Side 106
100
MORGUNN
að svo sé — þá er oss að minsta kosti nauðsyn að at-
huga þetta mál mjög vandlega. Það eru svo fáir af oss
nú á tímum, sem raunverulega finst þeir þurfi á guði að
halda og það hefir sennilega aldrei verið sá tími, að grunn-
fær hugsun mannanna héldi sig vita meira um, hvað sé
raunveruleiki, heldur en nú. En þeir sem djúpvitrastir eru
vita þó, að hlutfallsmunurinn milli þess, sem þekt er og
ekki þekt, hefir aldrei verið meiri en nú. Á yfirstandandi
tíma gætir ómótmælanlega mjög mikið hpignunar á því,
sem vér allir skiljum við trú, sem ef hún enn þá lifir, eins
og ég held að hún gjöri í hjörtum flestra manna og vissu-
lega flestra þjóða, fær þó ekki annarstaðar að hafast við,
en í bakhýsum vitundarinnar.
Vísindin hafa sett spurningarmerki sitt við alla hluti, og
það er alveg sjálfsagt, því að allir hlutir eru sjálfsagt við-
fangsefni til að rannsaka og kynna sér og er þar jafnvel
ekki undanskilið hið fyrirlitna og fyrirdæmda málefni spíri-
tismans. Af þessum efasemdum og spurningum um alla
hluti hefir orðið sá árangur, að svo margar gamlar kenn-
ingar og guðrækilegar huggunar og trúarsetningar hafa
rótast svo til grunna, að margir vita ekki, hverju þeir eiga
að trúa eða hvaða trúar eða heimsspekiskerfum þeir mega
treysta.
Allur fjöldi manna alment, sem reika milli hinna tveggja
andstæðna, trúar og ekki trúar, mundu vissulega vera þakk-
látir fyrir að fá ákveðið undirstöðuatriði, sem geti orðið
öruggari trúargrundvöllur. Spurningin er þá: getum vér
fundið nokkurt slíkt undirstöðuatriði? Og eigum vér til
þess nokkurt safn af staðreyndum?
Til að reyna að svara þessu, hef ég valið að benda á
hina frurnstœðu, gagngerðu visssu um dauðann; og mig
langar til að sýna, að rannsókn á staðreynd hans og þeim
ályktunun, sem af því leiða, geti gefið árangur í þessa átt,
sem vér óskum og hann mjög stórvægilegan.
Hið fyrsta gildi, sem staðreynd dauðans hefir — fyrir
utan að hann er viss — er það, að hann vekur til um-