Morgunn - 01.06.1938, Side 108
102
MORGUNN
og fálmandi í trúnni, eitthvað sem nálgast fulla sönnun, og
með því hjálpa þeim einnig til að finna leið til trúarinnar.
En þá er ávalt — er ekki svo? — þessi kvíðafulli ótti, að
slík trú sé þó ekki trúin.
Hið annað gildi, sem staðreyrid og rannsókn dauðans
hefir, kemur fram í því, að það leiðir af sér ákveðinn styrk
í sannfæringu. Ekki til fulls og að sjálfsögðu vissuna um
framhaldslif, en að minsta kosti sönnun urn fjarskynjan, og
hún er hinn eini annar möguleiki til að fá skýringu og
skilning á framhaldslífi. Með fjarskynjuninni er komið hálfa
leiðina, og með þvi að sanna hana, sem nú er vísindalega
trygt, er fengin sannfæring um — svo að sagt sé hið allra
minsta — að til er andleg hlið á lífinu.
Að sanna fjarskynjun er að deyða efnishyggju.
Það er þar, sem uér stöndum nú. Um mörg ár hefir
spíritisminn látlaust verið að hrúga upp staðreyndum sín-
um og flytja sannfæringu, huggun og irú öllum þeim, sem
hafa haft áræði til þess að leita þess; og að síðustu kemur
fjarskynjunin til hjálpar, ekki ólíkt og Bliicher1) i orustunni
við Waterloo. Því að ég legg áherzlu á þá fullyrðing, að
sé fjarskynjunin sönnuð þá er efnishyggjan deydd. Og
fjarskynjunin er sönnuð.
Ég tel það vera söguiegan merkisatburð, að árið 1927
var haldinn fundur í brezka vísindafélaginu í Leeds i heims-
spekisdeildinni, þar sem Sir Oliver Lodge hafði forsæti,
og eftir fundinn sagði hann við mig: »Þessi fundur á að
varðveitast i sögunni, því að hann hefir staðfest visinda-
iega viðurkenning fyrir því að fjarskynjun sé sönnuð stað-
reynd«. Því að fyrirlestrar höfðu verið haldnir á fundinum á
þessum grundvelli. Og um leið og fjarskynjunin hefir brot-
*) Prússneskur hershöfðingi; kom óvænt til liðs við Wellington,
hershöfðinga Englendinga í orustunni við Waterloo 1815, þar sem
Napoleon mikli beið ósigur og endi var bundinn á ofurveldi hans.
Á líkan hátt kom fjarskynjunarsönnunin óvænt til liðs til að binda
enda á vald efnishyggjunnar, sem allir höfðn orðið aö lúta,