Morgunn - 01.06.1938, Síða 112
106
MORGUNN
Maður þekkir alt of mikið af beiskri sorg, af djúpri örvænt-
ingu og sifeldum árangurslausum kveinstöfum t. d. hjá ein-
stæðings ekkjum — að hægt sé annað en finna hjá sér
sterka Iöngun til að koma inn hjá þeim, sem þannig syrgja,
einhverju af sinni eigin sannfæringu.
Á þeim árum, er ég var guðstrúarlaus (agnostic) þurfti
ég opt að geta látið huggun í tje, en ég vildi eigi sem
heiðarlegur maður segja meira en, »ég veit ekki«. Nú er
þetta orðið svo alt öðruvísi og hægt að hugga svo hjálp-
samlega, einkanlega þegar hugurinn í þungri sorg verður
svo móttækilegur, þegar syrgjandinn þráir að fá fullvissu
um líf. Ég finn það, að nú get ég sagt: »dauði er að eins
flutningur yfir um og nýtt tækifæri«, og ennfremur get ég
sagt, að »ég ekki að eins trúi þessu, heldur veit þad«,
— því að það gjöri ég. Og þetta er meira en umbun fyrir
allan þann tíma og fyrirhöfn, sem það hefir kostað, að
afla sér sjálfur þessarar vissu, því að það var torsótt verk
og tók mig mörg ár, að ég ekki tali um alt hikið á báð-
um áttum.
í því syndaflóði af þjáningum, þeim blóðugu fórnum,
sem styrjöld ætíð hefir í för með sér, þegar jafnvel bjarg-
föst trú riðar við fyrir þessum harmleik siðmenningarinnar,
þá er það einungis með vissunni um framhaldslíf, sem ein-
stakir menn og í félagi geta komist í samt lag og fengið
aftur trúna á, að til geti verið guðlegt heimsáform og al-
fullkominn kærleikur. Það er satt, að þetta á að sjálfsögðu
að felast í kristnum rétttrúnaði, en, því miður, er það fyrir
mörgum ekki þannig. Dauðinn er í sannleika sendiboði tor-
tímingar nema hann verði mönnum skiljanlegur, þá verður
hann skapandi verkfæri hins guðlega tilgangs, til að
þroska auðugra og sannara líf, svo að sífeld sorg og
kveinstafir geti ekki framar átt sér stað.
Kærleikurinn er mestur.
Hið trúarlega gildi. Ég hygg að sérhver kristinn rétt-
trúnaðarmaður muni viðurkenna, að höfuðatriði og undir-