Morgunn - 01.06.1938, Síða 114
1C8
MORGUNN
Ég réð af að telja þetta gildi umhugsunarinnar um dauð-
ann síðasf, þó að það sé hið mikilsverðasta. Ég held það
sé rétt að kalla það hið »trúarlega« gildi, því að það ætti
vissulega fyrir rétttrúnaðarmenn að hafa jafnvel enn meira
sannfæringar gildi en fyrir aðra. Það ætti í sannleíka að
vera mikilvæg röksemd og jafnvel þyngri á metum en
sannfæringin ein um staðreynd framhaldslífs, að höfuð-
kenning spíritismans er hin sama — má með fullum sanni
segja — eins og kenning Krists sjálfs. Kærleikurinn er að-
alatriðið, eini krapturinn.
Við hvað eru þá kirkjurnar hræddar?
Nú á tímum þarfnast trúin styrkingar af staðreyndum.
Sannanir sem þóttu vera fullgildar fyrir 2000 árum, eru
nú 2000 ára gamlar og heiminum hefir á þeim tíma miðað
langt áfram, lengra ef til vill heldur en í allri tilveru þessa
hnattar þar á undan, að sumu leiti að minsta kosti.
Þannig dofnar trúin á langri leið og þarfnast styrking og
endurlífgun með nútíma sönnunum. Ég þykist viss um að
það er þessi veiklun í sannfæringarafli, sem er undirrótin
að því, að kirkjurnar ná ekki tilgangi sinum nú á tímum.
Margir prestarnir efast sjálfir, það er mér einnig kunnugt
af eigin reynslu.
Ég vil grípa þetta tækifæri til að vekja athygli á, þótt
það sé aukaatriði, að þeir sem staðhæfa, að kenning og
iðkun spíritismans sé mjög algeng orsök til geðveiki, hafa
sökt sér í hyldýpi rakalausra ósanninda eða vanþekking-
arstaðleysu. Segi ég þetta enn af eigin reynslu svo öruggri,
að ég tel það víst, að hver einasti yfirlæknir á öllum geð-
veikrahælum í landinu gætu staðfest það.
Hafi nú hjá einhverjum, sem hér er, vaknað löngun til
að kynna sér þetta mál, hvaða ráð mætti þá gefa honum.
Ég nefni þrent. 1. Farðu heim og hugsaðu um það, hugs-
aðu vandlega og lengi. 2. Fáðu leiðbeiningar til að fá lán-
aðar bækur frá góðu bókasafni fyrir sálræn vísindi. 3.
Gjörstu kaupandi að góðu blaði.
Og eitt skaltu ekki gjöra. Þú skalt ekki vera sólginn i