Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 116
110
MORGUNN
niður um sinn.' Síðan hefir þó farið vaxandi tilfinningin
fyrir þessari nauðsyn félagsins. Það hefir engan samastað
haft, en orðið að halda fundi sína á ýmsum stöðum og
það verið annmörkum og erfiðleikum bundið.
Því var á fundi félagsins 28. okt. síðastliðið samþykt að
hefjast á ný handa um húsbyggingu og kosin nefnd til að
hafa forgöngu fyrir því. Nefndin tók þegar til starfa og
samþykti einróma að húsið yrði kent við nafn Haralds
Níelssonar í sérstöku tilefni af því, að næstkomandi 30.
nóvember eru sjötíu ár liðin frá fæðingu hans, og var svo
stórhuga, að fjársöfnunin ætti að ganga svj vel, að þann
dag á næsta hausti gæti húsið orðið tilbúið til vígslu.
Sr. Haraldur Nielsson taldi sig eíga meira að þakka rit-
um beztu sálarrannsóknamanna vorra tíma en nokkrum
öðrum, og »sé nokkuð nýtilegt í prédikunarstarfi mínu og
þessum ræðum, þá er það fyrst og fremst þaðan runnið«.
(Arin og eilífðin, formáli).
En þó að sálarrannsóknamálið væri heitasta áhugamál
Haralds Níelssonar, og þar lagði hann fram alla sína miklu
starfs og stríðsorku, þá gat hann sér einnig heiður og vin-
sældir mestallrar þjóðarmnar, sem hinn mesti andans mað-
ur og afburða ræðuskörungur, sem hún hefir átt og frá-
bær vísindamaður og háskólakennari.
Fyrir því afréð nefndin að snúa málaleitun sinni um
samskot ekki að eins til vina sálarrannsóknanna, heldur til
þjóðarinnar í heild og samdi ávarp til hennar þess efnis.
Og til að tryggja enn betur góðar undirtektir, ákvað hún
að leita meðmæla með þessu ávarpi hjá ýmsum helztu
málsmetandi mönnum í því trausti, að margir mundu verða
til að vilja á þann hátt viðurkenna nafn og yfirburði Har-
alds Níelssonar og geyma minning hans.
Þessi von brást heldur ekki. Um fjörutíu af fremstu
virðinga og athafnamönnum, af lærdóms og kennimönnum
rituðu nöfn sín undir meðmælin, og mundu fleiri gjört
hafa, ef ráðrúm hefði verið til að Ieita þess.
Var með þessu sýnt, hve rótgróin er minning Haralds