Morgunn - 01.06.1938, Side 119
MORGUNN
113
ast þau tiu ár, sem tryggt er í bráð takmarkað húsnæði. Það
hefir oftast tekist á furðu skömmum tima að koma upp
kirkjum og samkomuhúsum, ef að eins nægilegur áhugi
hefir verið vaknaður hjá söfnuðum eða hlutaðeigandi félög-
um, þótt ekki sýndist af miklum efnum að taka.
Forseti hefir sjálfur lagt fram allriflegan skerf í stofnsjóð
hússins. Ætti það dæmi hans og mikli áhugi hans, að koma
þessu máli í framkvæmd, að vera félagsmönnum rík hvöt
til að láta nú ekki dvína áhuga sinn og starf fyrir þessu
máli. Hann hefir manna bezt skilið, að framtíð félagsins og
málefnisins verður meðal annars ekki sízt undir því komin,
að félagið eignist tryggan samastað fyrir alla starfsemi
sína, sem að fullum notum geti komið. Það mun þá með
guðs hjálp sýna sig hér sem oftar, að sigursæll er góður
vilji fyrir gott málefni. Og sálarrannsóknamálið er stærsta
mál nútiðarinnar. Það er vitnisburður hinna mestu og beztu
brautryðjenda þess og einnig Haralds Níelssonar.
Kristinn Daníelsson
Dr. MaxwelJ Telling látinn.
Þýtt af sr. Kristni Daníelssyni.
Dr. W. H. Maxwell Telling í Leeds, höfundur erindisins:
»Dauðinn og gildi hans« í þessu hefti af Morgni andaðist
28. apríl síðastl., 63 ára gamall.
Blaðið Light segir meðal annars um hann:
Hann stundaði nám í háskólunum í London og Leeds
og tók doktorspróf 1898 og fékk gullmedalíu í London.
Hann var fyrst skamma stund spítalalæknir, en fluttist þá
íil Leeds og hafði þar á hendi mörg mikilvæg störf og
embætti, þar á meðal þrjú prófessorsembætti hvert eftir
annað, í lækningafræði, meðalalækningafræði og laga-lækn-
ingafræði (Therapeutics, Medicine and Forensic Medicine)
I styrjöldinni var hann sveitarforingi. Hann lagði sig sér-
staklega eftir sálsjúkdómafræði og flutti opt opinberlega erindi
8