Morgunn - 01.06.1938, Page 126
120
MORGUNN
Stórmerk bók.
Gcorge Lindsay Johnson : The Great Problem, and the Evidence for
its Solution (Hið mikla úrlausnarefni og sönnunin, sem leysir það).
Þetta mun vera hin yfirgripsmesta og nákvæmasta bók
um allar greinir og atriði dularfullra fyrirbrigða, sem út
hefir komið síðan hin mikla bók Myers »um persónuleik
mannsins og framhaldslíf hans eftir likamsdauðann«. Rit-
stjórinn hafði ætlað sér að rita um hana, en þegar honum
entist ekki heilsa til jjess, var það hið síðasta sem hann
bað mig nokkrum dögum fyrir andlát sitt, að geta hennar
þó að nokkru í Morgni, til þess að vekja á henni athygli
þeirra, sem kynnu að vilja kaupa sér hana og gætu fært
sér hana í nyt. Og af því að ég sízt vildi láta síðustu bón
vinar míns óuppfylta sýni ég hér lit á þessu, þótt það sé
að færast of mikið i fang svo að vel sé.
Höfundurinn er læknir, stórlærður í fleiri greinum lækna-
vísindanna. Á titilblaðinu eru talin sjö vísinda og visinda-
greina félög, sem hann er félagi í og þess getið, að hann
sé þó í enn fleirum. Má af því þegar ráða, að hér er á
ferð enginn trúgjarn einfeldningur, sem fari með ringltrúar-
hégóma að lítið eða ekki athuguðu máli.
Enda setur hann sjálfur framan á bókina »mottó« eða
einkunnarorð eftir Chevreuil nafnkunnan efnafræðing: »Je
n’imagine pas, je constate,« þ. e. ég er ekki að fara með
neina ímyndun, ég hernii það sem fullvíst er. Sýnir þetta,
að höf. er einn af þeim nú orðið mörgu hreinræktuðu vís-
indamönnum, sem bæði vila og kannast við, að aðalniður-
stöður spíritismans, framhaldslíf og samband við framliðna
er ekki lengur efamál eða getgála, heldur vísindalega sönn-
uð staðreynd, sem vitanlega á þá rétt til að vera færð í
registur annara þekkingaratriða vísindanna. Alveg eins vís-
indalega sönnuð staðreynd eins og það var þegar, er óvænt
uppgötvaðist að jörðin snerist, þó að visindin tregðuðust
við í fyrstu að viðurkenna það og kirkjan vildi jafnvel
brenna Cralilei fyrir að halda slíku fram. Slíkri mótspyrnu