Morgunn - 01.06.1938, Síða 130
124
MORGUNN
starfsemi blindra náttúruafla, sem hefði verið að verki um
óteljandi miljónir ára, án nokkurrar leiðbeiningar og án
nokkurs sjáanlegs markmiðs. Allar umræður þingsins voru
einskorðaðar við þarfir og horfur mannsins sem jarðneskr-
ar'veru; engin viðurkenning kom fram í þá átt, að and-
legar þarfir og horfur mannanna væru eins verulegar eins
og þær jarðnesku, og því síður mikilvægari.
Aftur á móti var umræðuefnið á alþjóðaþingi spíritistanna
í Glasgow framar öllu öðru sönnunargögnin fyrir því, að
maðurinn sé meira en hinn jarðneski líkami hans — að
hann sé, eins og einn af leiðtogum þingsins komst að orði,
andleg vera, sem noti jarðneskan líkama, og að þar af
leiðandi sé allra mest vert um þroska hinna andlegu eig-
inleika, ekki að eins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir
mannkynið alt.
»Alt, sem ég er, alt sem eg hefi, og alt
^þakkar*11 sem vona’ a þakka áhrifum spíri-
spiritismanum. tismans á líf mitt«, sagði Ernest Marklew
þingmaður í ræðu á spíritistafundi nýlega.
Hann kvaðst hafa lýst yfir því sama í neðri málstofu brezka
þingsins, og sér væri ánægja að endurtaka það. Hann kvað
sér hafa farið eins og svo mörgum öðrum á ungum aldri;
þá hefði hann farið i gegn um tímabil heimsku og algjörs
áhugaleysis um trúarlegar hugsjónir. Þegar spíritisminn kom
inn hjá honum skilningi á andlegri ábyrgð, þá breytti það
svo mjög lífi hans, að faðir hans, sem var mjög trúhneigð-
ur maður og prédikari með Meþódistum, varð alveg for-
viða á breytingunni og fór sjálfur að rannsaka þessa hreyf-
ingu, sem hafði haft svo mikil áhrif á son hans. Árangur-
inn varð sá, að faðirinn tók að boða spíritismann.
Morgunn hefir nokkrum sinnum minst á
geðveikralækninn í Los Angeles Dr. Wick-
land, sem læknar sjúklinga, er verða fyrir áhrifum af lítt
þroskuðum og fávísum framliðnum mönnum og eru því
geðveikir. Hann hrekur fyrst verurnar burt frá sjúklingunum
með rafmagni. Ósýnilegir hjálpendur læknisins koma því
Dr. Wickland.