Morgunn - 01.12.1941, Blaðsíða 49
MORGUNN
147
hreytti ég út úr mér. Frú Spiers sagði, að ég mundi kynn-
ast henni „eftir ferð mína yfir hafið“. „Þetta er allt ósköp
óljóst“, sagði ég, „hvar er hún þá stödd núna?“ Frú Spiers
svaraði mér: „Hún er stödd hinum megin við Atlantshaf-
ið. Hún mun koma yfir með skipinu „Evrópa“, en þér
munuð ekki kynnast henni í Englandi". Því næst gaf hún
mér nákvæma og skýra lýsingu af útliti þessarar konu.
Þegar ég kom á skrifstofu mína, lét ég skrifara minn
skrifa þetta nafn og dagsetninguna, lét það bréf inn í inn-
siglað umslag og lagði það inn í peningaskáp minn. Þar
er það geymt og er óopnað enn.
Nokkru síðar var hafskipið „Evrópa“ að koma yfir, frá
Ameríku. Ég sendi þá skrifara minn til að útvega mér
farþegaskrána. Á skránni var meðal farþeganna „frú John-
son með dóttur sína, á leiðinni til Hamburg“. Þá skrifaði
ég einum vina minna á þessa leið: „Brúðurin mín er kom-
in til Englands. Hún kom með „Evrópu“ — eins og sagt
hefir verið fyrir. Ég hefi ekki hitt hana, en ég veit þetta
af því að ég hef séð nafn hennar á farþegaskránni“. Póst-
stimpillinn á bréfinu sýnir dagsetninguna „22. des. 1932“.
í ársbyrjun 1933 var vinur minn, W. S., alvarlega veik-
ur og bað hann mig að fylgja sér til Ítalíu. Við fórum sjó-
leiðis til Genúa. Á leiðinni sýndi hann mér tvö meðmæla-
bréf, sem hann hafði meðferðis, til fólks, sem bjó á þeim
stað í Italíu, sem við ætluðum að dvelja á. Ég rak augun
í, að annað bréfið var stílað til einhverrar „frú Johnson“.
Annað einkennilegt atvik í þessu sambandi er það, að
þegar vinur minn, H. B., sem ég hefi áður minnzt á, heyrði
að ég ætlaði til Italíu og hvar ég ætlaði að dvelja þar, sagði
hann, eins og út í bláinn: „Jæja, konan mín á frændfólk
þar“. Síðar kom það upp úr kafinu, að þetta frændfólk
konu hans var sjálf Mary Johnson, sem hann hafði séð
aðeins einu sinni. Milli H. B. og W. S. er ekkert samband.
Þeir hafa einu sinni hitzt i skrifstofu minni af tilviljun.
Hvorugur þeirra er spíritisti.
Morguninn eftir að ég kom til Ítalíu var ég að koma út