Morgunn - 01.12.1941, Side 54
152
MORGUNN
hlotið mikla aðsókn. Hún hefir af mjög mörgum verið tal-
inn sá núlifandi miðill íslenzkur, sem einna fjölþættust
og kröftugust fyrirbrigði gerðust í kringum. Sú frétt vakti
því að vonum mikla athygli, að kona þessi hefði verið sett
í gæzluvarðhald ákærð fyrir svik í starfi sínu og hefði
jafnvel játað á sig sekt að einhverju leyti.
Það er auðvelt verk að kasta þungum steini að varnar-
lítilli og veikri konu, sem þegar liggur undir þungri ákæru.
Enda var það óspart gert. Hæfileikar hennar voru sví-
virtir og miðilsstarf hennar frá upphafi dæmt hinn ógeðs-
legasti svikavefur, gert til þess eins að hafa fé af auðtrúa
fólki og hagnast á því, að leika sér að helgustu tilfinning-
um þess. Ég ætla ekki hér að gerast verjandi þessarar
ógæfusömu konu. Til þess er ég ekki nægilega kunnugur
málavöxtum. En á hitt vil ég benda, að þetta eru svo þung-
ar ásakanir, að það þarf sterk rök og mörg til þess, að
réttmætt sé, að bera nokkurn mann svo gífurlegum sök-
um. Ég verð að játa, að ég á dálítið örðugt með að skilja
þennan mikla áhuga og ákafa í því að kveða upp hina
þyngstu áfellisdóma yfir þeim, sem vér höfum þó aldrei
verið skipaðir dómarar yfir. Það er vandi að dæma rétt-
látan dóm. Til þess þarf að þekkja vel allar aðstæður og
vega rökin með og móti með mikilli vandvirkni og gætni.
Ég er því hissa á hvað margir telja sig færa um þennan
mikla vanda og takast hann á hendur, og það án þess að
nokkur biðji þá um það. Ef þau ummæli meistarans mikla
frá Nazareth eru sönn, að með þeim dómi, sem vér dæm-
um, munum vér einnig dæmd verða, þá kynni það nú þvert
á móti að vera talsvert hyggilegt, jafnvel fyrir þá, sem
fjarska syndlitlir eru sjálfir, að dæma bresti náungans
varlega, að lítt rannsökuðu máli, og kasta ekki þungum
steini á þá, sem í ógæfu hafa ratað, fyrr en gild ástæða
er til. Látum þá syndlausu kasta fyrsta steininum. Við
hin getum þá alltaf komizt að á eftir með okkar steinvöl-
ur, ef okkur finnst endilega nauðsyn vera á því.
Nú ætla ég að segja yður frá því, að ég hefi haft tæki-