Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Side 91

Morgunn - 01.12.1941, Side 91
MORGUNN 189 _ . Geta þeir menn verið margir, sem trúa því i alvöru, að það sé leiðin til viðreisnar kirkjunni, að hafnar séu árásir á séra Harald Níelsson, látinn, og starf hans fyrir kristni og kirkju þjóðarinnar? Vita ekki þeir menn, sem vilja leita úrlausna til aukinna kirkjulegra áhrifa með þjóðinni, að mjög mikill hluti þjóðarinnar tók með óvenjulegum fögnuði og feginleik þeim boðskap, sem hann barðist fyrir innan kirkjunnar, og harmar það enn, kirkjunnar vegna, að honum skyldi ekki verða fleiri starfsára auðið í hennar þjónustu? Þeir menn, sem að framgangi kristninnar í landinu vilja vinna, eru skyldugir til að vita þetta, og kirkjunnar vegna eru þeir skyldugir til að sitja á strák sínum þegar þá langar til að ausa auri og óþverra á minningu þess manns, sem meiri ljóma ber af en nokkurs annars af kirkjunnar mönnum á íslandi síðustu aldirnar. Menn harma það, að áhrif kirkjunnar eru minni en skyldi, og MORGUNN hefir frá því er hann hóf göngu sína jafnan haldið því fram, að áhrif heilbrigðrar kirkju væru blessun hverri þjóð. En hvernig geta heilvita menn búizt við, að unnt sé að auka áhrif kirkjunnar með því, að ráðast á ævistarf þess mannsins, sem hefir verið eini áhrifamaðurinn í stór- um stíl innan kirkjunnar nú í langa tið? Sigurði Einars- syni verður um margt annað fremur brugðið en vits- munaskort og því er furðulegt, að hann skuli ekki sjá þetta, hvað sem líður tilhneigingum hans til íhaldssemi í trúarskoðunum. Játning Lady Doyle. Á s. 1. ári andaðist í Englandi Lady Doyle, ekkja hins heimsfræga rithöfundar og spiritista Sir A. Conan Doyle. í erfðaskrá sinni segir hún á þessa leið: „Ég óska að gera þá yfir- lýsing hér, að fram til síðustu stundar var ég „hundrað prósent spiritisti", og að ég skoða þekking spiritismans einhverja þá mestu blessun, sem mér hefir fallið í skaut á lífsleiðinni“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.