Morgunn - 01.12.1943, Side 12
106
M 0 R G U N N
síðan eins og í gegn um gólfið, en gólfið var vitanlega
heilt“.
Ég tilfæri hér þessa frásögn prófessors Richet ekki
vegna þess, að ekki séu til rækilega staðfestar langsam-
lega miklu furðulegri frásagnir af líkamningafyrirbrigð-
um, heldur vegna hins, að prófessorinn var frábærlega
varfærinn um fullyrðingar sínar og svo efagjarn, að hann
var lengi eftirlætisgoð þeirra, sem allt vildu rengja í
þessum efnum. Þegar hann birti hina miklu bók sína eft-
ir þrjátíu ára rannsóknir vakti hún geysileg vonbrigði
efasemdamanna, sem vonuðu í lengstu lög, að hann mundi
komast að allt annari niðurstöðu.
Fullkomin líkamningafyrirbrigði eru mjög sjaldgæf, hjá
fáum miðlum hafa þau enn gerzt, hitt er aftur á móti
miklu algengara, að einstakir líkamshlutar líkamist á til-
raunafundum, svo sem hendur svífandi um fundarherberg-
ið og andlit. Þannig voru flest fyrirbrigðin, sem rannsókna
maðurinn franski, dr. Gustave Geley, fékk, þótt liann yrði
stöku sinnum vottur að stórfenglegri fyrirbrigðum. Dr.
Geley var maður stórlærður og hafði hin fullkomnustu
tæki til rannsóknanna. Mig langar til að mega tilfæra hér
ummæli hans um tilraunir þær, sem hann rak árum sam-
an, en þar segir hann svo: „Það er óþarfi að geta þess,
að allar venjulegar varúðarráðstaffanir voru við hafðar,
meðan fundirnir voru haldnir i rannsóknastofu minni.
Þegar miðillinn kom inn í herbergið, sem fundirnir voru
haldnir í og ég einn gat gengið um, þá var hún alveg af-
klædd í minni viðurvist og færð í þröngan klæðnað, sem
var saumaður saman á bakinu og um úlnliðina. Ég og
félagar mínir rannsökuðum hárið og munnholið fyrir og
eftir livern fund. Miðillinn, Eva, var leidd aftur á bak í
tágastól í dimma byrginu. Það var ávalt haldið í hend-
urnar á lienni í fullu ljósi utan við tjaldið. Og alltaf var
höfð góð birta í herberginu allan fundartímann. Ég segi
ekki einungis „Svik voru ekki höfð í frammi“. heldur segi
ég: „Svik var ekki unnt að hafa í frammi“. Auk þess