Morgunn


Morgunn - 01.12.1943, Page 28

Morgunn - 01.12.1943, Page 28
122 M 0 R G U N N Læknirinn varö frúarinnar var með dularhæfileika sínum, en margar áreiðanlegar sögur eru fyrir hendi um það, að á þessu ferðalagi hafi tvífaralíkaminn orðið sýni- legur og heyranlegur óskyggnu fólki. Tilraunir hafa ver- ið gerðar með það, að láta tvífaralíkamann koma fram á miðilsfundi í fjarlægð og einnig það hefur tekizt svo vel, að af tók öll tvímæli Rannsóknum síðustu tíma á þessu stórmerkilega fyrirbrigði get ég því miður tímans vegna ekki lýst nánara hér í kvöld, en það, sem ég hefi getað sagt, hefir að dómbærra manna dómi tekið af öll tvímæli um þessa merkilegu staðreynd. Góðir tilheyrendur, á þessum tuttugu og fimm ára afmælisfundi Sálarrannsóknafélags fslands, hefi ég veriö að leitast við að gera stutta grein þeirra höfuðstoða, sem málefnið hvílir á, þeirra höfuðgreina hinna sálrænu fyr- irbrigða, sem sálarrannsóknirnar hafa að viðfangsefni, og spíritistar fullyrða, að sannað hafi, að látinn lifir. Ég minntist á „ectoplasmað“, hið dularfulla efni, sem út af líkama miðilsins streymir og er grundvöllur hinna lík- amlegu miðlafyrirbrigða, þá minntist ég á líkamninga- fyrirbrigðin, því næst á hinar furðulegu lyptingar dauðra hluta og tilflutninga inn í tilraunaherbergið. Þá gat ég um hinar dularfullu breytingar, sem verða á miðlunum í transinum. Þá talaði ég um hinar sálrænu ljósmyndir. Því næst um svonefndar „beinar“ og „sjálfstæðar“ radd- ir, þegar ósýnilegar vitsmunaverur tala utan við miðilinn, án þess að nota talfæri hans. Þá gat ég hinna svo nefndu bókasannana. Því næst dulskyggni og dulheyrnar. Þá minntist ég á l'orspár eða spádóma. Þá gat ég hinnar svo nefndu lilutskyggni, að miðlar hafi stundum hæfileika til þess að lesa sögu hluta og eigenda þeirra með því móti að handleika hlutina. Þá talaði ég um „innblásna“ og „ósjálfráða“ skrift. Því næst minntist ég á endurminn- ingasannanir þær, sem framliðnir gefa fyrir návist sinni, og að lokum minntist ég á hinar svonefndu sálfarir, sem í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.