Morgunn - 01.12.1943, Page 28
122
M 0 R G U N N
Læknirinn varö frúarinnar var með dularhæfileika
sínum, en margar áreiðanlegar sögur eru fyrir hendi um
það, að á þessu ferðalagi hafi tvífaralíkaminn orðið sýni-
legur og heyranlegur óskyggnu fólki. Tilraunir hafa ver-
ið gerðar með það, að láta tvífaralíkamann koma fram á
miðilsfundi í fjarlægð og einnig það hefur tekizt svo vel,
að af tók öll tvímæli Rannsóknum síðustu tíma á þessu
stórmerkilega fyrirbrigði get ég því miður tímans vegna
ekki lýst nánara hér í kvöld, en það, sem ég hefi getað
sagt, hefir að dómbærra manna dómi tekið af öll tvímæli
um þessa merkilegu staðreynd.
Góðir tilheyrendur, á þessum tuttugu og fimm ára
afmælisfundi Sálarrannsóknafélags fslands, hefi ég veriö
að leitast við að gera stutta grein þeirra höfuðstoða, sem
málefnið hvílir á, þeirra höfuðgreina hinna sálrænu fyr-
irbrigða, sem sálarrannsóknirnar hafa að viðfangsefni, og
spíritistar fullyrða, að sannað hafi, að látinn lifir. Ég
minntist á „ectoplasmað“, hið dularfulla efni, sem út af
líkama miðilsins streymir og er grundvöllur hinna lík-
amlegu miðlafyrirbrigða, þá minntist ég á líkamninga-
fyrirbrigðin, því næst á hinar furðulegu lyptingar dauðra
hluta og tilflutninga inn í tilraunaherbergið. Þá gat ég
um hinar dularfullu breytingar, sem verða á miðlunum
í transinum. Þá talaði ég um hinar sálrænu ljósmyndir.
Því næst um svonefndar „beinar“ og „sjálfstæðar“ radd-
ir, þegar ósýnilegar vitsmunaverur tala utan við miðilinn,
án þess að nota talfæri hans. Þá gat ég hinna svo nefndu
bókasannana. Því næst dulskyggni og dulheyrnar. Þá
minntist ég á l'orspár eða spádóma. Þá gat ég hinnar svo
nefndu lilutskyggni, að miðlar hafi stundum hæfileika
til þess að lesa sögu hluta og eigenda þeirra með því
móti að handleika hlutina. Þá talaði ég um „innblásna“ og
„ósjálfráða“ skrift. Því næst minntist ég á endurminn-
ingasannanir þær, sem framliðnir gefa fyrir návist sinni,
og að lokum minntist ég á hinar svonefndu sálfarir, sem í