Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 31
M 0 R G U N N
125
og nýju starfi. Nýjar hliðar málsins eru stöðugt að koma
fram, því að rannsóknunum er haldið áfratn af mikilhæf-
um mönnum, og rannsóknir þeirra eru stöðugt að af-
hjúpa ný og áður óþekkt undur þeirrar dásamlegu tilveru,
sem vér lifum í.
Verkefni Sálarrannsóknafélags íslands virðist því vera
ótæmandi fram undan, og það á væntaniega eftir lengi
enn að flytja íslenzku þjóðinni merkilegan boðskap sem
engum má vera ókunnugt um, sem kærir sig um að vita
eitthvað um undursamlegustu leyndardóma mannlegrar
sálar og þeirrar tilveru, sem hún lifir í. Til þess að það
megi takast sem bezt væntum vér samstarfs og þátttöku
allra þeirra, sem áhuga hafa fyrir málinu og sjá hina
brýnu nauðsyn þess, að þjóðinni sé fluttur boðskapur um
„mikilvægasta málið“.
Andspænis styrjaldarbölinu ætti oss ekki sízt að vera
ljós nauösyn þess, að niðurstöður sálarrannsóknanna
verði öllum mönnum kunnar. — Eina leiðin, sem
liggur til fullkominnar lausnar frá því böli, er sú, að
tilvera andans og nálægð andlegs heims verði öllum
hugsandi mönnum ekki óljóst trúaratriði eða þokukennd
hugmynd, heldur tvímælalaus veruleikur, veruleikur veru-
leikans. Ilinar sálrænu staðreyndir, prófaðar í eldi vits-
muna og þekkingar hinna hæfustu rannsóknamanna, eiga
að geta veitt öllum hleypidómalausum mönnum þá vissu
um veruleik andans og lífið fyrir handan gröf og dauða,
sem stenzt allar árásir efans og er grundvölluð á tví-
mælalausri þekking en ekki óljósri trú. í 25 ár hefur
Sálarrannsóknafélag Islands verið boðberi þessa milda
máls með þjóð vorri. Að stórmikið liafi áunnizt er yfir
allan efa hafið, en til þess að enn meira megi vinnast
þurfa allir þeir, sem sjá nauðsyn málsins, að standa sam-
a.n, því sterkari sem samtök vor eru, þess meira er unnt
að vinna.