Morgunn - 01.12.1943, Side 37
MORGUNN
131
veruleik fyrirbrig'ðan.na. iSlík dæmi eru mörg í sögu sálar-
rannsóknanna, og þetta hefur ekki sízt orðið til þess
að sannfæra marga, sem fyrir utan stóðu og þekktu ekki
málið.
Félag vort er tuttugu og fimm ára, og vér erum að
minnast þess hér í kvöld. Aldarfjórðungur er stuttur
tími, já hann er ekki sízt örstuttur þegar vér höfum út-
sýni spíritismans fyrir augum yfir það ómælanlega skeið,
sem vér sjáum engan enda á. Enginn finnur það betur
en vér, að vér erum ekki annað en börn á sjávarströnd.
Vér vitum nokkur deili á sjónum, sem næst liggur strönd-
inni, en fram undan liggur hið volduga haf sannleikans,
órannsakað, óþekkt. Þegar vér sitjum að tilraunum og
tjaldskörin er að lyptast örlítið frá heimi hinna miklu
leyndardóma, finnum vér til þess með auðmýkt og lotn-
ing, að hinir jarðnesku sannleiksleitendur eru vissulega
ekki lengra komnir en í útgarð hinnar miklu, undursam-
legu veraldar, og að handan hans liggur heimur af heimi,
hver undraveröldin af annari, sem vér höfum ekki tök á
að skynja eða skilja. En gestirnir, sem mæta oss við
tjaldskörina, hafa margsinnis sannað oss, að það eru
þeir sjálfir, og þeir hafa gefið oss .nokkra hugmynd um
það líf, sem þeir lifa nú. Vér skulum varast að fullyrða
of mikið, vér skulum ganga að þessum tilraunum með
allri sanngirni en þó með fullri dómgreind til að krefj-
ast þeirra sannana, sem unnt er að ná. Mikill meiri hluti
hinna sálrænu fyrirbrigða sannar ekkert um tilveru ann-
ars heims, Þótt þau séu hins vegar merkilegt rannsókna-
efni. Það skulum vér gera oss ljóst. En hitt skulum vér
ekki síður muna, að magn þeirra fyrirbrigða fer stöðugt
vaxandi, sem hefur verið þaulrannsakað og sannar svo
vel, að engum mótbárum verður með skynsamlegum
hætti komið við, að látinn lifir
Fyrir þessu höfum vér, auk eigin reynslu vorrar, mik-
inn sæg bóka eftir hina merkilegustu og skarpskyggn-
ustu rannsóknamenn, menn með alheimsfrægð fyrir önn-