Morgunn - 01.12.1943, Side 38
132
MORGUNN
ur vísindaafrek og vitsmuni, rannsóknirnar eru stöðugt
að færa út kvíarnar, málið er stöðugt að vinna nýja fylgj-
endur, það er nú þegar alheimsmál og sigurför þess verð-
ur ekki stöðvuð.
Þess vegna lítum vér þakklát og glöð yfir tuttugu og
fimm ára starf og hefjum nú nýjan áfanga í öruggu
trausti þess, sem segir í einu ósjálfráðu ævintýranna hans
Guðmundar Kambans: „Allur sannleikur verður einhvern-
tírna konungur“.
Að því markmiði, að sannleikurinn hijóti sína sjálf-
sögðu vegsemd sem fyrst, hefur félag vort unnið í 25 ár,
og að því vill það ótrautt vinna í framtíðinni. Þótt stund-
um hvarfli það að oss, að ekki ávinnist eins mikið og
æskilegt væri, og að deyfðin og tregðan sé raunalega
mikil, höldum vér hiklaust áfram. Þau spor, sem þetta
mál hefur þegar markað á andlegt líf þjóðar vorrar,
sannfæra oss um, að til mikils hefur verið barizt. Og þeg-
ar oss finnst örðugleikarnir verða miklir og máli voru
ekki sinnt eins og skyldi, vinnum vér þess betur, í þeirri
hiklausu vissu, að „allur sannleikur verður einhverntíma
konungur“.
Thackeray
rithöfundurinn frægi sagði: Það er auðvelt fyrir yður,
sem sennilega hafið aldrei séð sálræn fyrirbrigði, að tala
eins og þér gerið. En ef þér hefðuð séð það, sem ég hefi
orðið vottur að, mynduð þér hafa aðra skoðun.