Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 39
M 0 R G U N N
133
F rumher j arnir.
Ræða Kr. Daníelssonar í Oddfellow-húsinu
Kæru félagssystkini og gestir.
Vér erum í kvöld saman komin til þess að líta yfir far-
inn veg í sögu félags vors, líta yfir þennan áfanga, sem
að vísu er ekki langur — því að 25 ár er ekki langur
kafli af þeirri löngu sögu, sem vér væntum og vitum
að félag vort muni eiga sér — en þó nógu langur til þess
að margt hefur gjörzt og mikið skipazt í andlegum mál-
um hér á landi á þessum tíma. Enda er það ef til viíl
einatt svo í hverri sögu, að fyrsti kaflinn, sem leggur
grundvöllinn að öllu sem á eftir kemur, er einna við-
burðaríkastur og minnilegastur.
Forstöðunefndin fyrir þessu hófi voru orðaði við mig
— líklega af því að ég mun vera elztur í félaginu — að
minnast foringjanna fyrstu, sem voru frumhöfundar að
þessari sögu, sem er að gjörast og mun gjörast.
Þetta ætti nú ekki að vera svo mikill vandi — og er
þó auövitað vandi að gjöra það svo vel hæfði — en ekki
vandi, af því að ég hugsa að lítt þurfi að minna þetta
félag, menn og konur, á þá Einar Kvaran og Ilarald Níels-
son. Ég hugsa að hvert sinn, sem vér erum saman komin
á fund, hvarfli hugur vor allra til þeirra meira og minna
og þá sérstaklega á þessari. stund, sem vér gjörum oss
venju fremur hátíðlega og muni nú lítt þurfa fyrir að
hafa að ylja þær hugsanir, sem þeim eru í kvöld sendar
í þessum sal. Enda hygg ég að fyrir þá, sem eru hér og
er veitt það, að sjá meira en við hin, minni þeir nú á sig
sjálfir, því að víst munu þeir nú í anda vera hér með
oss — ef til vill við hliðina á mér — með sínum ylríka
kærleika og ekki hefur áhuginn minnkað að leiðbeina oss
og verða að liði, eftir því sem vér erum hæf að taka á
móti.