Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 44
138
M 0 R G U N N
íslenzk dulsjá.
VAR FEIGÐINNI AFSTÝRT?
Þessa sögu hefur Brynjúlfur Jónsson eftir séra Jó-
hanni sjálfum:
„Þegar séra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti var ungl-
ingur hjá foreldrum sínum á Grund í Svínadal, kom þar
eigi allsjaldan maður sá, er Ólafur hét, Magnússon, kall-
aður „hlemmur", og var lengi smalamaður í Ilolti í Svína-
dal. Ilann var fremur einfaldur, en hvorki var hann tal-
inn ýkinn né ósannsögull. Sagði hann mér ýmsar sögur
frá yngri árum sínum. Sú var ein, að eitt sinn reri hann
í verstöð þeirri, er heitir „Undir Brekkum", það er fyrir
utan Skagaströnd. Faðir hans var þá dáinn. Þá dreymdi
Ólaf eina nótt, að faðir hans kæmi að honum og sagði
nokkuð höstugur: „Róðu ekki í dag, Óli!“ Við það hrökk
Ólafur upp og varð hálfhræddur við föður sinn, því að
meðan hann lifði, hafði hann verið harður við Ólaf og
látið hann hlýða sér. Leizt Ólafi ekki ráðlegt, að óhlýðn-
ast honum dauðum. Tók hann það til bragðs, að látast
vera veikur, þegar farið var að róa. Var hann í landi um
daginn, — en skipið fórst. Frelsaði draumurinn þannig h'f
hans, en varð um leið óbeinlínis feigðarboði félaga hans“.
Að ekki trúi allir því, að feigum verði forðað, kemur
fram í orðum séra Friðriks Eggerz í Akureyjum, í sög-
unni, sem hér fer á eftir, og Br. Jónsson hefur eftir
Bjarna Þórðarsyni, bónda á Reykhólum:
„Áður en Bjarni Þórðarson fór að búa á Reykhólum,
var hann vinnumaður hjá séra Friðriki Eggerz í Akur-
eyjum. Iléldu þeir síðan góðri vináttu og var Bjarni oft
hjá presti við smíðar. Þá bjó á Króksfjarðarnesi Jón
Sigmundsson, faðir Iljartar Lindals, merkisbónda að
Stóra-Núpi í Miðfirði. Þá er Iljörtur var frumvaxta,