Morgunn - 01.12.1943, Page 51
M 0 R G U N N
145
Bænarsálmur
(Einkum ætlaður til söngs við jarðarfarir).
Lag: Lýs milda ljós ....
Guð minn, ó, guð, mín braut er brött og hál,
en bjarta leið
ég eygi samt á bak við við böl og tál,
þá bætist neyð.
Vel sé ég nú, að vorið bíður mín,
sá vegur nær, ó, drottinn, heim til þín.
Kom þú, ó, guð, með styrk á móti mér,
og mildan blæ.
Sýn þú mér dag, er dýrðarljóma ber
um dauðans sæ.
Send þú mér von, er veikan glæðir þrótt,
og vak hjá mér á kaldri dauðans nótt.
Sál mín er sæl, ef ljós þitt lýsir mér
til lífsins heim.
Kærleikans lind, sem upptök á hjá þér,
minn anda geym.
Tár mín á jörð þú tókst í strauminn þinn,
ó, tak þú mig í ljóma himins inn.
Kærleikans guð, ég flý í faðminn þinn,
er fjörið þver.
Vertu mitt ljós, er dvínar dagur minn
við dauðans sker.
Stýr minni för að friðarströndum heim,
ó, fylg mér guð, um andans dulargeim.
Finnbogi J. Arndal.
10