Morgunn - 01.12.1943, Page 52
146
M 0 R G U N N
Ivirk jugarðsA ígsla
Rithöfundurinn Prevost Battersby segir frá því, að
enskur nútíma-biskup hafi verið að vígja kirkjugarð og
hafi hann í ávarpi sínu samglaðzt áheyrendum sínum
með þá vissu, að „þegar þeir risu upp á efsta degi, yrði
þessi yndislega útsýn það fyrsta, sem þeir sæju á upp-
risumorgninum“.
Mörgum mun finnast þetta í meira lagi ósennileg og
hæpin fullyrðing, að sálin sofi til efsta dags, sjái ekkert,
hugsi ekkert og viti ekkert, unz sá dagur kemur, að allir
líkamir ganga út úr gröfum sínum, og að þá verði kirkju-
garðurinn, þar sem líkið var lagt endur fyrir löngu, það
fyrsta, sem maðurinn fær að sjá og skynja! Sumir kunna
að trúa þessu, fleirum mun finnast það heldur ólíklegt
en flestum mun finnast það einhver mesta vitleysan, sem
hægt sé að bera fyrir þá á borð. Og samt er æskunni víða
um heim og einnig hér á íslandi enn þá kennt, að játa
trú sína með þessum orðum m. a.: „Ég trúi á .... upp-
risu ho!dsins“. Fullorðna fólkið mun trúa þessu fæst, en
þó láta foreldrar það óátalið, að börnum þeirra sé kennd
þessi fjarstæða.
Enski biskupinn fullyrðir, að sálin vakni í kirkju-
garðinum á efsta degi. JJvort þetta sé gleðiboðskapur,
verður hver og einn að dæma fyrir sig. J. A.