Morgunn - 01.12.1943, Side 53
M 0 R G U N N
147
Hvað verður eflir dauðann?
EFTIR SIIAW DESMOND
Framhald frá síðasta hefti.
(Það, sem hér fer á eftir, á við þriðja sviðið,
sem flestir menn hverfa til eftir viðskilnaðinn) :
Eftir langt eða stutt ástand fullkomins meðvitundar-
leysis, það væri réttast að nefna það trans, vaknar þú
liggjandi í rúmi og í herberginu umhverfis þig eru hvít-
klæddar hjúkrunarkonur og læknar. Margir lialda, þegar
að þessu er komið, að þeir hafi orðið fyrir slysi og liggi
því í einhverju sjúkrahúsi, unz einhver viðstaddur skýrir
fyrir þeim, livað hafi gerzt.
Það sýnist vera hlægilegt, en það er staðreynd, að ef
maðurinn hefir orðið fyrir óvæntum dauða, getur honum
reynzt örðugt að átta sig. á, að hann sé dáinn!
Og hvernig getur hann trúað því, að hann sé ,,dáinn“.
þegar hann sér lifandi og að því er honum sýnist, holdi
klæddar manneskjur hjá sér, þegar hann heyrir óma fjar-
lægrar tónlistar berast til sín um opinn gluggann, sér
fagurt landslagið fram undan sér og heyrir fuglasönginn ?
Ilvernig getur hann trúað því, að hann sé ,,dáinn“,
þegar hann vaknar við það, að hann er mjög hungraður?
Ef þú biður um mat, er þér borin ljúífeng fæða. Ef
þér finnst þú kenna þorsta, getur þú fengið vatn, te, eða
annað til að svala þorstanum. Og þegar þig syfjar nú
aftur, dregur hjúkrunarkonan tjald fyrir rúmið þitt og
þú sofnar.
Þegar þú vaknar nú enn að nýju, ertu enn í heimi, sem
er svo líkur þínum gömlu jarðnesku heimkynnum, að þú
heldur að þú sért enn á jörðunni.
Þú sér bláan himin hvelfast yfir þig, trén og hafið, og
þú sér jafnvel tvo flokka vera að keppa að íþróttum.