Morgunn - 01.12.1943, Page 54
148
M O R G U N N
Þegar hjúkrunarkonan kemur aftur, undrast þú ekki,
að hendur hennar eru hlýjar og mjúkar eins og á hverri
annari mannlegri veru. Og bráðlega, þegar eterlíkami þinn
fer að venjast hinum örari sveiflum hins ójarðneska lífs,
verður þér það loks fyllilega ljóst, að þú ert dáinn, en þó
lifandi, meira lifandi en nokkru sinni, meðan þú varst á
jörðunni.
Ég hefi verið að tala um, hvernig það sé mörgum mönn-
um, að vakna úr transi í hinum nýja heimi. En hvað er
þessi ,,trans“, eða svefn?
Það er millibilsstigið milli jarðarinnar og þriðja sviðs-
ins. Það er svefn, sem öllum er gefinn, þegar þeir eru að
deyja úr jarðneska líkamanum. Það er endurnærandi
svefn, sem veitir styrk og nauðsynlegan undirbúning,
svo að þú verðir fær um að nota hinar æðri sveiflur eter-
líkamans á etersviðinu
Eitt er einkennilegt við þennan svefn. Vera má, að
hann standi ekki yfir nema eina mínútu, eða mánuð, eða
ár, á jarðneskan mælikvarða mælt, en í sumum tilfell-
um getur hann staðið yfir öldum saman eða lengur. —
Lengd hans fer eftir því hvernig lífi maðurinn hefur lif-
að á jörðunni, hvort hann þarf mikinn undirbúning og
langa hvíld. Þessi svefn er kallaður millibilsástandið, eða
millibilssviðið. í lítilli bók er ekki hægt að segja meira um
hann. Það er örðugt að fá miklar upplýsingar um hann.
Þarna er tíminn ekki lengur til. Allir, sem vér höfum
haft samband við frá þriðja sviðinu, segja oss, að þeir lifi
í því, sem þeir kalla „hið eilífa nú“. Fortíð, nútíð og
framtíð renna þar allar út í eitt. En þetta getum vér ekki
skilið til fulls, meðan vér erum í holdslíkamanum.
ETERIIEIMURINN
Þriðja sviðið, sem er hið lægsta af eter-sviðunum, er
einkum frábrugðið jörðunni í því, að sveifluhraðinn er
svo miklu meiri þar.