Morgunn - 01.12.1943, Page 61
M 0 R G U N N
155
Frægur heimspekingur
ritar um spiritismann
I desember hefti ameríska tímaritsins Horizon, 1942,
er grein eftir Manly Palmer Ilall, sem er einn fremsti
heimspekingur vestan hafs, og af sumum talinn sá
fremsti þeirra allra. Greinin er um ameríska miðilinn
Andrew Jackson Davis. Vegna þeirrar frægðar, sem
Palmer Ilall nýtur, sem heimspekingur, er fróðlegt að
heyra þessi ummæli hans um spiritismann.
„Sumar hliðar hinna sálrænu fyrirbrigða hafa stundum
sætt nokkurri gagnrýni frá mér. Ekki vegna þess að
ég væri vantrúaður á spiritismann, heldur vegna þess,
að mér hefir sýnzt, að sumar liliðar sálrænnar starfsemi
kynnu að koma þeim, sem ekki kunna fótum sínum for-
ráð, í nokkurn vanda.
Spíritisminn hefir unnið mjög mikið jákvætt starf í
þá áttina, að koma umbótum á afstöðu manna til lífs-
ins eftir dauðann. Róttækar leiðréttingar hafa verið gerð-
ar á gömlum hindurvitnum um ástand sálarinnar eftir
dauðann. Með því að leggja áherzlu á, að lífið eftir dauð-
ann sé eðlileg framlenging hins jarðneska lífs inn í hinn
ósýnilega alheim, hefir spiritisminn auðgað mannlega
hugsun. Sá skerfur spiritismans er mikill og hann er
skynsamlegur“.
Ur Light, 25/2 1943.