Morgunn - 01.12.1943, Side 64
158
M 0 R G U N N
lýsingum á englum, sem ég hafði heyrt sagðar, að það
fullvissaði mig um, að Krists-sýn mín væri veruleikur en
ekki blekking. Ég hafði verið að hafa upp fyrir sjálfri
mér kvöldsáim, og áður hafði ég verið að íhuga þessi
orð: „Ilerra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig----------------
STRAUMHVÖRF
Lausnina fékk ég raunar ekki þá þegar. En þegar ég
vaknaði næsta morgun, var ég með sjálfri mér sann-
færð um, að hefði ég þrek til að segja við hjúkrunarkon-
una, þegar hún færði mér kókainskammtinn, sem ég fékk
fyrir miðdegisverð, — en ég fékk þá fjóra skammta á
sólarhring: — „Sendið mér ekki né færið þessa skammta
nema ég hringdi eftir þeim“, þá myndi það valda straum-
hvörfum í lífi mínu. Og ég sagði þessi orð, en ég gæti
aldrei lýst ótta mínum eða hversu ég titraði meðan ég tal-
aði þau. Því nær samstundis var mér borið vín (Tarra-
gona) og smákökur. Ég hafði ekki helgisiðabókina hjá
mér, en í huganum hafði ég yfir allt, sem ég kunni af
ritúali altarissakramentis guðsþjónustunnar, bergði á vín-
inu og notaði smákökurnar fyrir altarisbrauð. Skömmu
síðar kom læknirinn inn til mín. Ég sagði honum að ég
væri hætt að nota eiturlyfið, en að það væri blátt áfram
vegna guðlegrar iækningar. Hann gaf mér styrkjandi lyf
til þess að hjálpa mér að bera þær þjáningar, sem ég
átti nú í vændum, er ég hætti við kókainið, en þótt ég'
hefði að eins beðið Krist um lausn frá nautninni sjálfri
en ekki frá þeim þjáningum, sem sú lausn hlaut að hafa
í för með sér, þá fór nú svo, að ég þjáðist miklu minna
en ég hefði þorað að gera mér í hugarlund. Eftir þetta
snerti ég ekki einn skammt af kókaininu..“
Skrifað og undirritað 6. ágúst 1915.