Morgunn - 01.12.1943, Page 68
162
M 0 R G U N N
Þetta var ekki endurminning- um hana eins og hún var,
og ekki ósjálfráð hugmynd mín, vakin af leyndum minn-
ingum um gamla ljósmynd, því að allar myndir, sem ég á
af henni, eru frá löngu liðnum tímum, og þær eru af
henni á allt öðru aldursskeiði en hún var á, er ég sá hana
í þessari sýn. En að það var hún sjálf, er engu síður á-
reiðanlegt. Ég er einnig sannfærður um að fagnaðar-
kenndin, sem kom yfir mig við líkkistu hennar, voru áhrif
frá henni sjálfri, að hún var þá vöknuð til fullrar vit-
undar í hinum heiminum, og vildi ná sambandi við mig.
Það var á þriðja degi eftir andlát hennar. Síðar dreymdi
mig konu mína merkilega tvisvar sinnum, en það er nú
farið að verða langt síðan það var“.
Það er vitað mál og alþekkt, að þeir, sem nota eiturlyf til
mikilla muna, sjá miklar ofsjónir og dreymir undarlega drauma,
og þess vegna væri þessi saga ekki frásagnar verð, ef ekki hefði
fylgt hin stórfurðulega lækning. Það er hún, sem gerir söguna
merkilega. Athyglisvert er einnig það, að presturinn kveðst vera
gæddur sálrænum gáfum og nefnir dæmi þess. Daginn, sem kona
hans sá sýnina, hafði hann lengi setið við sjúkrabeð hennar, og
er sambandið milli þess og vitrunarinnar, sem á eftir fór, ærið
íhugunarefni.
Cellini
hinn víðfrægi, ítalski myndhöggvari (1500—1571), var
einu sinni hafður í fangelsi í Rómaborg. llann varð svo
þjakaður af fangelsisvistinni, að hann ákvað að svipta
sjálfan sig lífi. Þá birtist honum aðdáanlega falleg -ung
kona, sem réði honum frá þeim ásetningi af þeim al-
vöruþunga, að hann lét undan. Eftir það skapaði Cellini
mörg af sínum frægustu listaverkum.