Morgunn - 01.12.1943, Page 69
M O R G U N N
163
Gular rósir.
Ameríski sálarrannsóknamaðurinn og rithöfundurinn
Arthur J. Wills, dr. phil., segir í nýrri bók um sálræn efni
frá einkennilegum atvikum í sambandi við flutningafyrir-
brigði, sem hann hefir orðið vottur að.
Einu sinni var hann á tilraunafundi, þar sem hin kunna.
frú Thomson var miðillinn. Iljá frúnni hafði það áður
gerzt, að hinar ósýnilegu vitsmunaverur fluttu blóm til
hennar inn í byrgið, sem hún sat í, meðan hún var í
transinum, og það þótt sannanlega hefðu engin blóm verið
til í húsinu, þegar fundurinn hófst Fundarmenn tóku nú
tóman og þurran blómsturvasa og settu hann inn í byrg-
ið. Miðillinn gekk síðan inn, tjöldin voru dregin fyrir
og ljósin slökkt. Eftir fáar sekúndur var skipað, að
kveikja Ijósin aftur og opna byrgið. f vasann var kom-
inn fagur vöndur af ýmsum tegundum blóma, sem voru
rennandi vot. Blómunum var síða.n skipt á milli fundar-
manna og þegar stjórnandi miðilsins va.r spurður, hvaða
blóm ætti að gefa dr. Wills, svaraði hann: „Gula rós“.
Þegar dr. Wills tók við rósinni lagði af henni sterkan
kamfúru-ilm. f fundarlok var sá ilmur horfinn. Rósin var
að öllu leyti af eðlilegri gerð, en hún ilmaði ekki..
Um þetta atriði segir dr. Wills: „Þessi gula rós bar
mér þýðingarmikinn boðskap. Ilún minnti mig á síðustu
gjöfina, sem ég gaf konunni min.ni. Það var á jarðar-
faradaginn hennar, að ég fór út í garðinn og tók eina
rósaknappinn, sem ég sá á runnunum, og lagði á brjóst
hennar, þar sem hún lá í kistunni. Ilefði hann verið látinn
kyr á runnanum hefði hann sprungið út síðla þess dags,
eða á næsta degi. En á tæpri klukkustund opnaðist rósin,
þar sem hún lá á köldu líkinu, og hún var gul“
„Þegar ég var staddur í Winnipeg, Manitoba, (segir dr.