Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 73
M 0 R G U N N
167
hennar og þess vegna hafi hún dregizt að því. Ég læt
þá um þá skýringu. Ég treysti mér ekki til að fullyrða
neitt um það.
Að fólk fari sálförum í svefni til ókunnra staða og geti
lýst þeim síðar, er alkunnugt orðið. Eitt dæmi þess rak
ég mig á á ferðalagi mínu uppi í sveit í sumar. Þar var
mér sagt af konu, sem býr í afskekktum bæ og fór einu
sinni í skemmtilegt ferðalag, meðan líkaminn lá sofandi
heima. Svo stóð á, að um sumarið hafði verið byggt stein-
hús á næsta bæ. Konunni var ókunnugt með öllu útlit
hússins og fyrirkomulag. En einn morguninn, er hún
vaknaði, þóttist hún hafa komið í nýja húsið og skoðað
það rækilega, utan sem innan. Gat hún síðan lýst húsinu
nákvæmlega eins og það var.
Ég hafði tal af konunni sjálfri og staðfesti hún það, sem
mér hafði verið sagt af þessu kynlega ferðalagi hennar.
Fjöldi fólks hefir orðið fyrir þeirri reynslu, er það kom
í fyrsta sinn á. einhvern stað, byggðan eða óbyggðan, að
það kannast við staðinn og fannst sem það hlyti að hafa
komið þar áður Af staðreyndum, sem vér þekkjum, er
engin fjarstæða að luigsa sér, að þessi kynlega þekking
á stöðum, sem vér höldum oss vera að koma á í fyrsta
sinn, kun.ni að standa í sambandi við sálfarir í svefni.
Það er mikil ástæða til að ætla, að vér höfum öll farið
víðar en dagvitund vorri er ljóst. Jón Auðuns.
Hinrik IV.
Frakkakonungur var einhverju sinni staddur í Fontaine-
bleau-skóginum. Þar birtist honum vera, sem varaði hann
við nálægum dauða. Skömmu síðar var konungurinn
myrtur.