Morgunn - 01.12.1943, Page 74
168
M 0 R G U N N
„Eins og næturvaka44.
ÍFLUTT Á NÓVEMBERFUNDI S. R. F. í. 1943
(MINNING FRAMLIÐINNA)
„Því að þúsund ár eru fyrir þínum augum
eins og' dagurinn i gær,
þá hann er liðinn,
já, eins og næturvaka“.
Oss fannst í æsku vorri og bernsku tíminn vera svo
ótrúlega lengi að líða. Munura vér það ekki öll frá þeim
árum, að einn mánuður, já, ein vika eða dagur, gat oss
fundizt óþolandi löng bið, ef um eitthvað það var að
ræða, sem oss iangaði eftir og vér þráðum? Þá mændum
vér óþreyjufull til þess tíma, að vér yrðum fullorðin, og
oss fannst eins og það ætlaði aldrei að líða.
Og samt leið tíminn, svo að fyrr en oss varði hafði
snúizt hans hraðfleyga hjól og vér vöknuðum við það eins
og af draumi eða dvala, að vorri jarðnesku ævi var allt í
einu mikla lengra komið en vér áttum von á. Og þegar
árunum fjölgaði, breyttist mat vort á tímanum. Vér
heyrðum hljómfall hans fyrir eyrum vorum, eins og
þungan óstöðvandi vatnanið, sem óðfluga rennur að ósi.
Straumurinn heldur hiklaust áfram, og þótt hann sé allt
af öðru hvoru að minna oss á vor eigin ævilok með því
að soga öðru hvoru inn í sína voldugu iðu ættingja vora
og ástvini, gleymum vér því samt svo furðu fljótt, að
ellin kemur yfir oss nær því áður en oss varir, Ég geri
ráð fyrir, að mörgum eða flestum, fari eins og háöldruð-
um manni, sem ég átti einu sinni tal við, og það var fá-
um dögurn áður en hann hvarf af vorum heimi. Ilann tal-
aði um viðburði meira en áttatíu ára, sem hann mundi
glöggt, hann talaði um menn, sem mér fannst hafa lifað
óralangt aftur í blámóðu fjarlægðarinnar, eihs og hann