Morgunn - 01.12.1943, Page 75
M 0 R G U N N
169
hefði þekkt þá í gær, og endurminning hans spannaði
eins og í augnabliksmynd atburði nærfellt níutíu ára.
Ég spurði hann, hvað honum fyndizt nú, þegar hann liti
af sjónarhóli dauðans yfir þenna feiúl, sem í mínum.
augum þá, var ákaflega langur. Ilann hugsaði sig um
augnabliksstund, brosti svo og svaraði: „Mér finnst þetta
allt vera svo undarlega stutt“
Ég hygg, að það grípi oss öll eitthvað lík tilfinning,
þegar vér erum búin að kasta jarðneska kuflinum, „eter“-
líkaminn er fæddur af hinum jarðneska, og vér vöknum
í nýja umhverfinu eftir andlátsblundinn og lítum yfir
jarðlífsferilinn, sem þá er að baki. Vér sjáum sorgir og
gleði liðinna ára, allt vort jarðneska strit og stríð, harma
hins liðna og hlátra, vonbrigði þess og vonafylling. Mun
oss þá ekki, af sjónarhóli hins nýja morguns, finnast
þetta allt hafa verið undarlega stutt?
Er ævi vor annað en næturvaka, hverful stund, eða
leiptrandi stjörnuhrap, sem skilur eftir sig augnabliks
Ijósrák á dimmum næturhimni. En svo hverfur hún,
stjarnan er horfin, leiptrið er kulnað og himinn er aftur
orðinn dimmur, stjarnan er gleymd, þegar blik hennar
er slokknað.
En lífið er ómælanlegt, tilveran voldug og víð. Fyrir
framan oss er hið eilífa úthaf, endalaust á allar hliðar,
en hver einstakur dropi þess er ævi manns. Dropinn er
lítill, lífið er stutt.
Ef mannlífið er eins og næturvaka, er vissulega engu
að kvíða, því að næturvakan líður til þess að morguninn.
geti hafið sína miklu og björtu braut. En kvíðinn and-
spænis dauðanum orsakast einmitt af því, að menn trúa
því naumast, að lífið á jörðinni sé næturvaka, sem hverf-
ur fyrir komanda degi, heldur þvert á móti, að jarðlífið
sé dagurinn og dauðinn'hin dimma nótt. Þó vitum vér, að
um það þarf enginn að vera í vafa, því að fyrir því eru
þúsundir sannana, að vér iifum þótt líkaminn sé lagður
í mold. Þúsundir og tugir þúsunda af merkilegum bókum,