Morgunn - 01.12.1943, Side 83
M O R G U N N
177
og þekking bindi þær þeim böndum, sem ekki bresti ævi-
skeið af æviskeiði.
I kvöld erum vér að minnast þeirra vina, sem áður
áttu heimkynni sín hjá oss, en sem vér vitum, að vér
eigum aftur að fá að sjá og vera með, og þessar hug-
leiðingar mínar hafa spunnizt út af hinum fornhelgu orð-
um hebreska spekingsins: „Því að þúsund ár eru fyrir
þínum augum eins og dagurinn í gær, .... já, eins og
næturvaka".
„Eins og næturvaka“ er oss í mörgum ske.vtunum að
handan sagt, að vort jarðneska líf sé, og til þess að reyna
að skýra, hvað þar er átt við, hefi ég lauslega minnzt á
tvennt, sem oft er minnzt á í skeytum að handan og
margir merkir sálarrannsóknamenn hafa aðhyllzt. Fyrst,
kenninguna um hið „meira sjálf“, þá tilgátu, að per-
sónuleiki vor, eins og vér þekkjum hann, sé ekki nema
brot sjálfsins, veru vorrar eins og hún er í sínum óskipta,
víðtæka veruleika. Sé sú kenning rétt, réttlætir hún það,
sem sálrænu skeytin staðhæfa, að líf vort hér í efninu,
samanborið við líf þeirra anda, sem tjá sig standa á bak
við þessi skeyti, sé ekki meira en óljóst draumalíf, og að
vér búum við ófulkomna sjón og ófullkomna skynjun
næturvökunnar.
llin kenningin er tilgátan um flokksálina, að vér séum
til í yfirskilvitlegri veröld áður en vér fæðumst til jarðar-
innar, tillieyrum þar ákveðnum flokki sálna, sem vér
hverfum síðan aftur til eftir lílcamsdauðann, og þrosk-
umst áfram í þeim flokki æviskeið af æviskeiði. Sé sú
tilgáta rétt, er enginn vafi á því, að vér eigum aftur að
fá að vera með þeim, sem vér unnum á jörðunni, vorum
bundin böndum samúðar og skilnings, þeim blessuðu
vinum, sem vér erum hér að minnast í kvöld.
Og eitt vil ég leggja áherslu á að lokum: Það er um
þessi atriði eins og önnur, sem spiritisminn heldur að oss,
að þau gera mannssálina dýrlegri en áður í augum vor-
um og afhjúpa nýja dýrð þeirrar undursamlegu tilveru,
12