Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 92
186
M 0 R G U N N
Önnur lækning- er ekki varanleg. ,,Trúðu á tvennt í heimi
tign, sem æðsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum
þér“, þá mun aftur morgna. — Júlíus Ólafsson".
Þannig hugsar sjómaðurinn, þegar öldur hafsins berja
veika súð og umskiptin miklu sýnast stundum vera ná-
lægt, og þannig hugsar mikill fjöldi af almenningi á ls-
landi. Áhrif sálarrannsóknanna hafa vissulega orðið mikil
hér á landi, og er það ekki sízt að þakka aldarf jórðungs
starfi Sálarrannsóknafélags íslands.
f nýkomnum Andvara er prýðileg ritgerð um Einar II.
Kvaran, sem einn af vinsælustu rithöf. þjóðarinnar, (Þor-
steinn Jónsson) sem ritar undir gerfi-
nafninu Þórir Bergsson, skrifar. —
Greinin ber öll vott um mikinn skiln-
ing höfundarins á hinu ástsæla skáldi,
sem naut mikillar aðdáunar þjóðar sinnar þegar liann
var enn hjá henni, og mun þó enn vaxa að vinsældum og
virðing, þegar mannkynið er komið út úr því gerninga-
veðri hatursins og grimmdarinnar, sem nú fer yfir jörð-
ina, og fer að meta betur kærleiksboðskap kristindóms-
ins, sem raunar öll ritverk þessa höfundar eru þrungin
af. Sá lcaflinn í grein hr. Þorsteins Jónssonar, sem fjallar
um afskifti E. II. Kvarans af sálarannsóknamálinu og
brautryðjandastarf hans fyrir það mál á íslandi hefði
átt að vera ítarlegri, svo mikill hluti af ævistarfi hans fór
til þess, að rannsaka það mál og kynna það þjóðin.ni. Um
þa.nn þáttinn í stai’fi E. II. K. skrifar Þorsteinn Jóns-
son af sanngirni og skilningi, og vegna þeirra lesenda
sinna, sem ekki kynnu að sjá Andvara, leyfir MORG-
UNN sér, að birta hann hér:
„Þessi ár verða mikil merkisár í ævi Einars II. Kvaran.
Ásamt próf. Iíaraldi Níelssyni, Birni Jónssyni og ýmsum
öðrum ágætum mönnum tekur Einar á þessurn árum að
rannsaka dularfull fyrirbrigði af miklu kappi og áhuga.
Varð furðulegur árangur af þessum rannsóknum, enda
urðu þeir, er að þessu störfuðu, allir sannfærðir um raun-
VINSÆLL
RITIIÖFUNDUR
SKRIFAR: