Morgunn - 01.12.1943, Síða 98
192
MORGUNN
en aðeins eitt bar.n af hvoru hjónabandanna komst upp.
Tvívegis giftist hún ekkjumanni og þegar hún kom í
Vallanes með tvær telpur, voru þar fyrir sex börn séra
Magnúsar. Þar var um langt skeið eitt glæsilegasta og
stærsta heimili á Austfjörðum. Heimilisfólkið var margt,
því að búið var geysimikið, og auk þess jafnan mjög
margt gesta, sem tekið var með hinni mestu alúð og
rausn, voru þau hjónin mjög samhent um risnu og höfð-
ingsskap. Frændrækin var frú Guðríður með afbrigðum
og voru frændur hennar, háir sem lágir, haldnir sem kon-
ungar í Vallanesi.
Vinsældir hennar voru afarmiklar af öllum, sem kynnt-
ust henni, enda var hún blíðlynd kona með afbrigðum og
mesta unun hennar var að gleðja aðra og einkum þá, sem
hjálpar þurftu við. En það fararnesti vitum vér spíritist-
ar að gott er að hafa, þegar liorfið er héðan af heimi.
IIún var sérlega yfirlætislaus, og bera þau þess fagurt
vitni orðin, sem hún sagði einhverju sinni um sjálfa sig:
„Ég held að ég sé ekkert nema hjartað“.
Frú Guðríður var mjög unnandi sálrænum málum, hún
var merkilega draumspök og virtist stundum skynja ým-
islegt, sem öðrum var hulið. Ilin rausnarlega gjöf, sem
séra Magnús gaf í minning hennar, mun eiga sinn þátt
í því, að greiða þeim málum veg með þjóðinni, sem lienni
voru sérlega hugleikin. Blessuð sé minning hennar.
Jón Auðuns.