Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 34

Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 34
34 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Þ að hrundi allt 2008,“ segir Georg Árnason, sem sinnir eftirliti með byggingarkrön- um fyrir Vinnueftir- lit ríkisins. Pjetri Sigurðssyni, ljósmynd- ara Fréttablaðsins, telst svo til að í dag séu 70 byggingarkranar uppistandandi á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Georg staðfestir að tala sé rétt hjá Pjetri sem þess utan telur að aðeins 24 þessara krana séu í notkun. Georg segir að minnsta kosti ljóst að innan við helmingur krananna sem standi uppi sé notaður. Að sögn Georgs var veldi bygg- ingarkrananna hérlendis mest á árinu 2007. Þá hafi 320 kranar staðið á höfuðborgarsvæðinu. Gera má ráð fyrir að langflest- ir þeirra hafi verið virkir og því hafi um tífalt fleiri kranar verið í notkun þá en í dag. Enda er gríð- arleg ördeyða á byggingamarkaði á öllu þessu svæði að sögn Magn- úsar Sædal, byggingarfulltrúa í Reykjavík. Erfitt að ná krönum niður „Markaðurinn er alveg helfrosinn og ég er ekki farinn að sjá nein ÁSVELLIR 2005 Fyrir fimm árum fóru verktakar hamförum um byggingarsvæðið á Ásvöllum í Hafnarfirði. Á þessari einu mynd eru nítján byggingarkranar, fimm færri en eru í notkun á öllu höfuðborgarsvæðinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MILLILENDING Í KAPELLUHRAUNI Gríðarlegur fjöldi byggingarkrana bíður betri tíma á stóru geymslusvæði til móts við álverið í Straumsvík. Þá hefur stór hluti kranaflotans verið seldur úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 350 300 250 200 150 100 50 0 2007 2010 ■ FÆKKUN KRANA Byggingarkranar á höfuðborgar- svæðinu Heimild: Vinnueftirlit ríkisins. Veldi byggingarkrananna fallið merki þess að þetta sé farið að snúast við,“ segir Magnús. Svo virðist sem margir iðju- lausu krananna séu í eigu þrota- búa. „Við erum auðvitað ekki spenntir fyrir því að þessir kran- ar hangi endalaust uppi þannig að við höfum verið að reyna að fá þá niður þar sem við höfum haft afskipti af yfirgefnum lóðum. En þegar málin eru komin út í gjaldþrot þá er alltaf vandamál að greina hver er eigandinn,“ útskýrir Magnús sem kveður sveitarfélög ekki fyrr en í lengstu lög sjálf taka niður yfirgefna krana á kostnað eigendanna. „Við erum að hóta því en þessi tæki eru ofboðslega vandmeð- farin og maður hugsar sig því um tvisvar áður en maður legg- ur í að fjarlægja krana og koma í geymslu. Bæði er af því mikill kostnaður og það gæti orðið tjón á krananum eða við sakaðir um það síðar að hafa valdið tjóni. Þannig að maður ræðst ekki í það fyrr en í fulla hnefanna,“ segir Magnús. Geta orðið stórhættulegir Georg Árnason segir það sitt hlut- verk að fylgjast með öryggismál- um byggingarkrananna. Athuga þurfi hvort þeir hafi gleymst í bremsu því afar mikilvægt sé að þeir snúist eftir vindi þar sem þeir séu ekki hannaðir fyrir hlið- arátak. Dæmi séu um krana sem fallið hafi um koll hérlendis. „Bremsurnar geta ryðgað og stirðnað og þá þarf að losa um. Ég þurfti að skipta mér af tuttugu krönum í fyrravetur vegna þess að þeir voru farnir að stirðna,“ segir Georg sem kveður eigendur og umsjónarmenn krananna taka vel ábendningum um slíkt. „Þeir gera sér grein fyrir því að þetta er stórhættulegt.“ Stærstu kranarnir úr landi Eins og áður segir náði bygg- ingarkranafjöldin á höfuðborg- arsvæðinu hámarki árið 2007. „Við hrunið stóðu tólf nýir kran- ar á hafnarbakkanum sem komu aldrei inn í landið heldur fóru út aftur,“ upplýsir Georg. Hann segir marga krana hafa verið selda úr landi, mest stærstu krananna sem besti markaður hafi verið fyrir. „Svo eru þeir hér og þar um bæinn, mest á geymslusvæðum í Straumsvík, í Hafnarfjarðarhöfn og á Gelgju- tanga. Marga krana hafa fjár- mögnunarfélögin tekið til sín og sett á þessi svæði,“ segir Georg sem kveður lítið hægt að gera í því ef menn vilja ekki fella ónotaða kranana inni á sínum lóðum. „Við höfum ekkert vald til þess í Vinnueftirlitinu að banna notk- un eða kalla til menn til að fella kranana og senda síðan reikning. Bæjarfélögunum hefur líka geng- ið illa að eiga við þetta. Þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Georg Árnason. Byggingarkranar sem tröllriðu sjónsviði höfuð- borgarbúa árin fyrir bankahrunið eru nú lítt sjáanlegir. Nú eru sjötíu kranar uppistandandi á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim virðast aðeins 24 vera í notkun. Á þessu svæði voru 320 kranar árið 2007. Garðar Örn Úlfarsson og Pjetur Sigurðsson kynntu sér málið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.