Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.11.2010, Qupperneq 6
6 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Kanarí 11. desember - 10 nætur Frá kr. 89.900 Verð kr. 89.900.- Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í studio íbúð á Parquemar í 10 nætur. Netverð á mann. Verð kr. 119.900. – með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í herbergi á Dunas Mirador í 10 nætur með „öllu inniföldu”. Netverð á mann. Nú bjóðum við allra síðustu sætin í sólina í desember á Kanaríeyjum á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð á Parquemar, sem er vel staðsett íbúðarhótel á ensku ströndinni. Dunas Mirador með „öllu inniföldu“. Þetta er gott hótel í Dunas hótelkeðjunni, sem er staðsett í Sonnenland í norðurhluta Maspalomas. Stór og fallegur hótelgarður með tveimur sundlaugarsvæðum og góðri sólbaðsaðstöðu. Aðeins örfá sæti í boði. ALÞINGI Bæði félagsmálanefnd Alþingis og fjárlaganefnd hyggj- ast funda um málefni meðferð- arheimilisins Árbótar í kjöl- far umfjöllunar Fréttablaðsins undanfarna viku. Fundur félagsmálanefndar verður haldinn á mánudaginn. Það voru sjálfstæðismennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur H. Blöndal sem óskuðu eftir fundin- um til að ræða málefni meðferðar- heimila, einkum Götusmiðjunnar og Árbótar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félagsmálanefndar, segir að á fundinn hafi verið boð- aðir fulltrúar félagsmálaráðu- neytisins og Árbótarheimilisins, auk lögmanns Götusmiðjunnar. Sá síðastnefndi hefur lýst því yfir að hann muni kvarta til umboðs- manns Alþingis vegna brots á jafnræðisreglu. Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu, verður erlendis og kemst því ekki á fundinn. Hann verður líklega boðaður á fund með nefndinni síðar. „Við munum funda um þetta mál,“ segir Oddný G. Harðar- dóttir, formaður fjárlaganefndar. Tímasetningin hafi þó ekki verið ákveðin né hverjir verði fengnir á fundinn. - sh Félagsmálanefnd og fjárlaganefnd hyggjast funda um meðferðarheimili: Fundað um Árbót í þingnefndum ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG INGADÓTTIR Ætlar þú að kjósa til stjórnlaga- þings? JÁ 55,3% NEI 44,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er jólaundirbúningur hafinn á þínu heimili? Segðu þína skoðun á visir.is VÍSINDI Fræðasetur þriðja geirans svokallaða tók formlega til starfa í Háskóla Íslands (HÍ) í gær. Um er að ræða stofnun sem mun fjalla um þau félagasamtök eða stofnanir sem ekki eru reknar af opinberum aðilum og ekki í hagn- aðarskyni. Að setrinu standa Félagsráðgjafar- deild og Stjórnmálafræðideild HÍ ásamt sam- tökunum Almannaheill. Í tilefni af opnun fræðasetursins kom sænski prófessorinn Lars Svedberg, einn af fremstu fræðimönnum þessa sviðs, til landsins og hélt fyrirlestur um stöðu þriðja geirans á kreppu- tíma. Í samtali við Fréttablaðið segist Svedberg þó ekki geta spáð fyrir um hvaða áhrif efnahags- hrunið muni hafa á þriðja geirann hér á landi. Hins vegar megi margt læra af fyrri dýfum í íslensku efnahagslífi. „Þið hafið upplifað mun meiri sveiflur í þessum málum en hin Norðurlöndin og það er merkilegt að sjá að þið hafið jafnan komið vel út úr þessum lægðum, þannig að ég held að ykkur muni takast það aftur.“ Þriðji geirinn muni eflaust snúa sterkur til baka, enda liggi það í eðli þess konar starfs. „Þriðji geirinn virðist oft standa í skugga markaðarins eða ríkisins en fyrr eða síðar kemur hann aftur upp og skilar sínu verki. Í gegnum árin hafa slíkir hópar komið og farið, en í stað þeirra koma jafnmargir og jafnvel fleiri.“ Áhyggjuefni er, að mati Svedbergs, sú til- hneiging að krafist sé breytinga á starfsemi innan þriðja geirans. Stöðlun og samræming við aðra geira geti grafið undan hefðbundnu starfi. „Það er tvíbent, þar sem það getur haft þann kost að starfsemi aðila í þriðja geiranum getur orðið faglegri og skilvirkari. Hins vegar er líka hætta á því að þeir missi tengingu sína við almenning, en það er afar mikilvægt samfélag- inu að allir hafi tækifæri á að láta rödd sína heyrast á þeim vettvangi.“ Það er því álit hans að þriðji geirinn verði að halda sérstöðu sinni sem vettvangur þar sem almenningur geti tjáð skoðanir sínar og veitt ríkjandi öflum aðhald. thorgils@frettabladid.is Þriðji geirinn er mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni Fræðasetur þriðja geirans hefur starfsemi sína. Stofnunin mun rannsaka félagasamtök og stofnanir sem starfa utan einkageirans og hins opinbera. Prófessor segir þriðja geirann vettvang skoðanaskipta og aðhald. SKOÐAR ÞRIÐJA GEIRANN Dr. Lars Svedberg flutti erindi á opnun Fræðaseturs þriðja geirans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þriðji geirinn samanstendur af samtökum og stofnunum sem starfa utan hins opinbera og eru hvorki hagnaðardreifandi, né hagnaðarsæknar. [...] Sjálfboðaliðar eru einkennandi fyrir þriðja geirann og hefur hann þar sérstöðu gagnvart hinum tveimur geirunum.“ Af vef Háskólans í Reykjavík Þriðji geirinn Óverulegar breytingar á tekjum Í nýlegri rannsókn Steinunnar Hrafnsdóttur og Ómars H. Kristmunds- sonar, forstöðumanna Fræðasetursins um þriðja geirann, kemur í ljós að tekjur félagasamtaka í velferðarþjónustu hafa ekki dregist verulega saman í kjölfar hrunsins. Litið var til áranna 2008 og 2009, en þar kom í ljós að tekjur voru svipaðar hjá um þriðjungi svarenda, samdráttur varð hjá 37 prósentum og tekjur jukust hjá 31 prósenti. Þegar nánar er rýnt í tölurnar kemur í ljós að tekjur vegna félagsgjalda og þjónustugjalda hafa ekki breyst mikið og styrkir frá einstaklingum minnka ekki mikið, en framlög frá fyrirtækjum, ríki, sveitarfélögum og ýmsum sjóðum hafa dregist frekar saman. Mismikið þó. Telja höfundar viðbúið að tekjur félagasamtaka skerðist enn frekar á næsta ári, þar sem framlög frá ríkinu séu mikilvægur tekjustofn margra þeirra. Rannsóknin var gerð með því að senda spurningalista á úrtak sem í voru 144 samtök og bárust svör frá 116 þeirra. Hvernig hafa tekjur félaga breyst í heild frá byrjun árs 2008 til loka árs 2009? Haldist svipaðar Samdráttur á tekjum Aukning á tekjum 31% 37% 32% Þriðji geirinn virðist oft standa í skugga markaðarins eða ríkisins en fyrr eða síðar kemur hann aftur upp og skilar sínu verki. DR. LARS SVEDBERG PRÓFESSOR NÝJA-SJÁLAND, AP Þriðja spreng- ingin varð í gær í námunni á Nýja-Sjálandi þar sem 29 námu- verkamenn fórust eftir fyrstu sprenginguna sem varð viku fyrr. Ekkert manntjón varð að þessu sinni, enda hefur náman verið mannlaus vegna hættu á spreng- ingum vegna eiturgufna sem lekið hafa inn í hana úr kolajarðlögum. Enn hefur ekki þótt þorandi að fara inn í göngin til að ná í lík mannanna sem fórust. Talið er að nokkrar vikur líði þangað til því verki lýkur. - gb Þriðja sprengingin í námunni: Ekki þorandi að ná í líkin FERÐAMÁL Bandaríska fréttastöðin CNN telur að Reykjavík sé einn af tíu bestu stöðum í heiminum til að verja jólunum á. Frá þessu er greint á vef Ferðamálastofu. Meðal þess sem CNN nefnir sem aðdráttarafl er að hér séu þrettán jólasveinar og jólaþorp í Hafnarfirði. Þá er vísað til trúar á álfa og huldufólk hér á landi. „Þá kemur fram að fólk byrji að fagna jólunum strax í nóv- ember með jólahlaðborðum. Að sjálfsögðu er svo klykkt út með frásögn af hinni miklu flugelda- sýningu á gamlárskvöld og þrett- ándanum,“ segir á vef Ferðamála- stofu. - óká Reykjavík nefnd á lista CNN: Eftirsóknarvert að halda hér jól REYKJANESBÆR Bæjarráð Reykja- nesbæjar ógilti nýlega yfirlýs- ingu frá október 2007 um að ekki yrðu innheimt opinber gjöld af fasteignum á Ásbrú. Í bókun bæjarráðs kemur fram að bæjaryfirvöld telji að forsendu- brestur hafi orðið þar sem ríkið hafi tekið til sín um 2.500 millj- ónir í tekjur af Ásbrú án þess að skila því til þróunar á svæðinu. Á meðan hafi bærinn borið um 700 miljóna króna kostnað af svæð- inu umfram tekjur og telja bæjar- yfirvöld að það gangi ekki upp í erfiðu árferði. Breyting þessi tekur gildi um áramót. - þj Reykjanesbær ógildir afslátt: Vilja auknar tekjur af Ásbrú ÓGILDA AFSLÁTT Reykjanesbær hefur afnumið afslátt á opinberum gjöldum af fasteignum á Ásbrú. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Farið verður vandlega yfir nýjan dóm Hæstaréttar í máli þar sem banka var heimilað að ganga á ábyrgðarmenn lántaka sem fengið hafði greiðsluaðlögun, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Dómurinn byggir á því að ákvæði laga um greiðsluaðlögun standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Óheimilt sé að meina bönkum að krefja ábyrgðarmenn um greiðslur vegna lána fólks sem fær greiðsluaðlögun. Árni segir dóminn ekki girða alfarið fyrir lög- gjöf sem nái því markmiði að hlífa ábyrgðarmönn- unum. Það sé mikilvægur hluti laga um greiðsluað- lögun, þar sem ella sé hætta á að lausn á vanda eins skuldara komi öðrum í greiðsluvanda sem þá þurfi að leysa. Í yfirlýsingu frá embætti umboðsmanns skuldara kemur fram að dómurinn nái aðeins til þeirra sem fengu samning um greiðsluaðlögun samþykktan af dómstólum. Dómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hafi gert frjálsa samninga eins og þá sem umboðsmaður hafi haft milligöngu um. Þar segir að falli ábyrgð ekki niður samhliða samningi um greiðsluaðlögun eigi ábyrgðarmaður- inn kröfu á þann sem fengið hafi greiðsluaðlögun. Það geti leitt til þess að skuldarinn fari í þrot, og greiðsluaðlögunin verði fyrir bí. - bj Ráðherra segir dóm Hæstaréttar afdráttarlausan í máli um ábyrgðarmenn: Leita að svigrúmi í lögunum ÁRNI PÁLL ÁRNA- SON Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að farið verði vandlega yfir nýjan dóm Hæstaréttar. KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.