Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 16

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 16
16 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Ýmislegt hefur verið ritað undanfarið um fyrirhugaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs sem og fyrirhugaða stækkun friðlands í og útfyrir Þjórsárver. Rót stækkunar friðlands Þjórsár- vera er af mörgum talin vera til komin til höfuðs frekari virkjun- arframkvæmdum á svæðinu. Deilan um þessi svæði snýst meðal annars um, hvort almenn- ingur megi áfram aka um fjalla- slóða þá sem flestir hafa verið eknir í áratugi. Einnig hvort stunda megi skotveiðar á hálendi Íslands með þeim hætti sem verið hefur, eða hreinlega tjalda úti í náttúrunni á ferð sinni um hálend- ið. Til eru þeir einstaklingar sem flest vilja banna þegar að þessum málaflokki kemur, og því miður virðist nokkur hluti þeirra hafa valist til að sinna stefnumótandi verkefnum stjórnvalda í þessum málum. Í 8. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villt- um fuglum og villtum spendýrum kemur fram að „öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, séu dýraveiðar heimilar í almenningum og á afréttum utan landareigna lögbýla.“ Með fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda virðist stefna í að enn verði þrengt að lögbundnum rétti skotveiðimanna til veiða á afrétt- um og almenningum. Það sjónar- mið friðunarsinna heyrist í hvert sinn sem nýtt landsvæði er friðað að ekki sé verið að friða stór land- svæði, en staðreynd málsins er sú að stærsti hluti hálendis Íslands er annað hvort jöklum hulinn eða gróðursnauð svæði þar sem gæsir og rjúpur þrífast ekki. Hvert nýtt svæði þar sem veiðar eru bannað- ar jafngildir því í raun mun stærra hlutfalli lands en friðunarsinnar vilja láta vera. Heiðagæsastofninn á Íslandi hefur verið í stöðugum vexti sl. 30 ár og hefur u.þ.b. þrefaldast að stærð á þeim tíma. Stofninn er nú talinn vera á fjórða hundrað þús- und fugla. Heiðagæsastofninn er líklega sá stofn fugla sem best þolir aukna veiði hérlendis. Með stækkun friðlanda þar sem veið- ar eru bannaðar er ekki einungis dregið úr aðgengi veiðimanna að veiðisvæðum til heiðagæsaveiða heldur er einnig dregið úr mögu- leika veiðimanna til að veiða úr þeim stofni sem best þolir veiðar. Heiðagæsir sækja í takmörkuðum mæli í tún miðað við grágæsir og stórir hópar þeirra yfirgefa landið beint af hálendinu eða eftir stutt stopp á láglendi. Fuglafræðingar hafa lagt til að dregið verði úr veiði grágæsa en veiða megi meira úr heiðagæsa- stofninum þess í stað. Fari svo að veiðar á afréttum og almenning- um verði takmarkaðar meira en orðið er verður enn síður hægt að fylgja þeim ráðleggingum. Und- anfarna áratugi hefur friðlöndum þar sem skotveiðar eru bannaðar, fjölgað og almennt aðgengi veiði- manna að veiðilendum minnkað að sama skapi. Haldi fram sem horf- ir gætu lögbundnar skotveiðar Íslendinga á afréttum og almenn- ingum því sem næst heyrt sögunni til innan fárra áratuga. Stór hópur skotveiðimanna hefur ekki aðgang að eignarlönd- um til veiða og treystir á rétt sinn til veiða á afréttum og almenning- um. Það er ekki á færi allra veiði- manna að leigja land til veiða. Dæmi eru um að eignarlönd séu leigð til skotveiða fyrir hundruð þúsunda að hausti. Það væri sorg- legt ef eins færi fyrir skotveiðum hérlendis eins og laxveiðum, þ.e. að meginþorri almennings geti ekki staðið undir þeim kostnaði sem þeim veiðum fylgir. Eina af meginreglum stjórn- sýslulaga nr. 37/1993 er að finna í 12. gr. laganna og fjallar hún um að meðalhófi skuli beitt við töku stjórnvaldsákvarðana. Regl- an segir að við töku stjórnvalds- ákvarðana skuli stjórnvald ekki taka meira íþyngjandi ákvörðun en nauðsynlegt er, til að ná því lög- mæta markmiði sem að er stefnt. Fuglaveiðar á hálendi Íslands eru stundaðar að hausti til þegar flest allir aðrir ferðalangar sem hálendið sækja eru horfnir á braut. Rjúpnaveiðar eru leyfðar 18 daga á ári og veiðar á heiða- gæs á hálendi er hægt að stunda í u.þ.b. 3-4 vikur að hausti. Erf- itt er að rökstyðja með skynsam- legum rökum að skotveiðimenn fái ekki lengur stundað veiðar á þeim svæðum sem þeir hafa veitt á hingað til, hvort sem þau eru nú eða verða í fyrirsjáanlegri fram- tíð innan friðlanda eða þjóðgarða. Það eru fjölmörg dæmi um að veiðar séu leyfðar á slíkum svæð- um víða um heim. Skotveiðimenn eru ekki að biðja um nein aukin réttindi, heldur einungis að rétt- indi þeirra verði ekki skert enn og aftur. Ætlar umhverfisráðherra að stuðla að þeirri þróun að skotveið- ar verði eingöngu á færi þeirra efnameiri í þjóðfélaginu, sem geta í krafti fjármagns leigt sér eignar- lönd til að stunda skotveiðar? Því getur ráðherra einn svarað. Eiga skotveiðar einungis að vera fyrir fáa útvalda? Skotveiðar Sindri Sveinsson útivistarmaður og félagi í Skotvís Það er ekki á færi allra veiðimanna að leigja land til veiða Löngum hefur verið til siðs að fólk heimsæki leiði ást- vina sinna á aðventu og jólum. Í kirkjugörðum Reykjavíkurpróf- astsdæma er jafnan mikil umferð aðstandenda á þessum tíma. Flest- ir sem koma á aðventunni koma með skreytingu í farteskinu, leggja á leiði og koma svo jafnvel aftur á jólum til að kveikja ljós. Þessi siður er hjá mörgum árleg- ur viðburður og skapast notaleg stemning þegar fjölmennt er í görðunum á aðfangadag. Tilgangurinn með skreyting- um á leiðum er vissulega fyrst og fremst að minnast hinna látnu og einnig að gera legstaðinn fal- legri yfir hátíðarnar eins og flest- ir gera heima hjá sér. Sígræn- ar skreytingar í skammdeginu minna fólk á lífið og gróandann og að með hækkandi sól verður aftur grænt. Eitt af mikilvægum markmið- um varðandi umhverfi okkar er að minnka úrgang sem til verð- ur hjá hverjum og einum og jafn- framt að auka flokkun og endur- vinnslu. Til að ná þessu markmiði er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli hvers konar jólaskreytingar við leggjum á leiði ástvina okkar. Flokkun og endurvinnsla Skreytingar eru af ýmsu tagi, allt frá því að vera einföld sígræn barrviðargrein og yfir í íburðar- miklar skreytingar úr mismun- andi efnum, bæði lífrænum og ólífrænum. Margar skreytingar eru með þeim hætti að erfitt eða ógerlegt er að setja þær í endurvinnslu og/ eða jarðgerð vegna þess að alls konar aukahlutir úr plastefnum eru tryggilega festir við grein- arnar sem gjarnan eru uppistað- an í skreytingunni. Einnig eru dæmi um íburðarmiklar skreyt- ingar sem eru alfarið úr gerviefn- um. Slíkar skreytingar eru vafa- laust fluttar um langan veg eftir að hafa verið framleiddar á sem ódýrastan hátt. Á nýárinu, þegar hæfilega langur tími er liðinn og gildi jólaskreytinga útrunnið, þarf að farga þeim öllum. Mikil vinna og kostnaður fer í hreinsun og förg- un á öllum jólaskreytingum sem innihalda plastefni. Vistvænt – grænt og fallegt Víða erlendis tíðkast að leggja jólagreni á leiði á aðventu. Eru þá ýmist settar saman mismun- andi grenitegundir sem hver hefur sinn blæ eða einungis notuð ein tegund af sígrænum greinum. Skreytingar þessar eru algjörlega vistvænar og án aukahluta úr ólífrænum efnum (plastefnum) og þar með end- urvinnanlegar. Nokkuð hefur borið á því hér að aðstandendur séu meðvitaðir um umhverfið og noti lífrænar skreytingar á leiði en betur má ef duga skal. Undirritaður vill hér með hvetja þá sem ætla að leggja skreytingar á leiði að hafa þær úr lífrænum efnum sem auðvelt er að endurvinna. Það sparar förgunarkostnað, auk þess sem nota má lífrænar skreytingar í jarðgerð þar sem þær verða að mold sem nærir svo gróður seinna meir. Einfaldar skreyt- ingar úr sígrænum greinum án aukahluta úr plasti eru það sem gildir. Notum skreytingar úr lífræn- um efnum. Vistvænar skreytingar á jólum Aðventan Þorgeir Adamsson garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur prófasts- dæma Einfaldar skreytingar úr sígrænum greinum án aukahluta úr plasti eru það sem gildir AF NETINU Vandlæting og aðstöðumunur Það er auðvelt að setja upp vandlætingarsvip og segja að allar auglýsingar fyrir þingið séu af hinu vonda, en aðstöðumunur milli frambjóðenda er vissulega mikill. Sumir eru þjóðþekktir og þurfa vart að kynna sig, aðrir hafa örsjaldan eða kannski aldrei komið fram í fjölmiðlum. Annað sem ég veit ekki er hvort gangi manna á meðal listar með nöfnum ákveðins hóps sem fólk er hvatt til að kjósa. Það er ekki líklegt að mér séu sendir slíkir listar, en þeir hljóta eiginlega að vera í umferð. silfurlegils.eyjan.is Egill Helgason Opna eða verða opnaður Kjörstaðir opna klukkan tíu, sagði fréttamaður Ríkisútvarpsins í hádegisfrétt- um (26.11.2010). Er mönnum alveg fyrirmunað að nota sögnina að opna rétt ? Kjörstaðir opna hvorki eitt né neitt. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan tíu. Ótrúlegt. Hvað segir málfarsráðunautur? Er hann ekki örugglega enn við störf? blog.eyjan.is/esg Eiður Svanberg Guðnason Í DAG LAUGARDAG Ekki er veittur afsláttur af tilboðsvörum Kringlunni - Sími: 568 9955 40 ára VIÐ ERUM 40 ÁRA AFMÆLIS TILBOÐ nú kr 995.- - meðan birgðir endast verð áður kr. 2.500.-stál & gull JÓLASKRAUT AFMÆLISLEIKUR Allir sem versla á BOMBU deginum geta tekið þátt í leiknum. Vinningar eru fallegur demantsslípaður SWAROVSKI hringur. Whisky kristalsglös 6 stk og karafla o.fl. HNÍFAPARATÖSKUR AUKA-AFSLÁTTUR AF ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM HNÍFAPÖRUM HITAFÖTUM ÖLLUM GLÖSUM STJÖRNUMERKJA- MYNDUM RÚMFÖTUM & RÚMTEPPUM o.fl o.fl www.tk.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.