Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 22

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 22
22 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR E kki er hægt að segja að mjög ríkmannlega sé búið að formanni samninganefndar Íslands í aðildarvið- ræðunum við ESB. Hann situr í frekar litlu herbergi á þriðju hæð í utanríkisráðuneyt- inu við Rauðarárstíg. Það er ekkert skraut á veggjum og sófinn ekki eins og maður ætti von á í utan- ríkisþjónustunni. Minnir meira á Ikea-útsölu. Fyrir utan sest kvöld- sólin rólega, en það er dregið fyrir gluggana. Sendiherrann býður upp á kaffi og vatn og við komum okkur fyrir. Hvað er rýniferli og til hvers? Við erum að greina með ítarleg- um hætti löggjöf ESB annars vegar og Íslands hins vegar. Við berum lögin saman til að skilgreina hvar ber í milli svo við vitum um hvað viðræðurnar eiga að snúast þegar við setjumst efnislega að samn- ingaborðinu. Ef við teljum að eitt- hvað sé viðkvæmt og þurfi að ræða sérstaklega þá „flöggum“ við því og tilkynnum að það þurfi að skoða betur síðar. Í lok vinnu við hvern kafla er dregin upp rýniskýrsla. Þegar hún liggur fyrir er okkur boðið að koma með samningsmarkmið og síðan kemur ESB fram með sín markmið. Það getur því tekið mislang- an tíma að afgreiða hvert svið fyrir sig, eftir því hvernig þetta gengur. Fyrir þá kafla sem falla undir EES- samninginn og við höfum þegar tekið inn í íslenskan rétt, er þetta viðurhlutaminna og ein- faldara við að eiga. Um 70 til 80 prósent af þessum reglum eru nú þegar innan EES? Já, en í þessu sam- hengi er auðveldara að tala um kafla eða svið. Við þurfum að semja um 35 kafla. Tíu þeirra eru alfarið undir EES. Svo eru ellefu sem við höfum að stórum hluta tekið yfir í gegn- um EES, en ekki að öllu leyti. Þá sitja eftir tólf efnislegir kaflar og svo er einn stofnanakafli og loks kafli um annað sem getur komið upp í viðræðunum og er því tómur núna. Eitthvað af þessu höfum við þegar tekið upp í gegnum Scheng- en-samninginn líka. En ef við höfum tekið upp ein- hverja rammalöggjöf í gegnum EES, og fengið sérákvæði í gegn vegna hennar, þá þurfum við að skoða hvort við viljum halda þeim ákvæðum og færa rök fyrir því. Af þessu leiðir að okkar hagsmun- ir eru tiltölulega vel afmarkaðir og lúta að fáum sviðum. Það er búið að halda nokkra fundi. Hvernig hefur gengið hing- að til? Var strax byrjað að ræða eitthvað um hvalveiðar til dæmis, á fundi um umhverfismál? Þetta hefur gengið ágætlega og allt eftir áætlun. Mér heyrist á mínu fólki að það sé almennt jákvætt. Evrópusambandið útlist- aði löggjöf sína og þar á meðal var minnst á hvalveiðar. En þær verða ekki teknar fyrir fyrr en við höfum útskýrt okkar hlið mála. Þetta er yfirleitt gert á tveimur fundum. Núna hafa okkar sérfræðingar tækifæri til að spyrja sérfræðinga ESB til að dýpka þekkingu sína. Á þeim seinni skýrum við hins vegar okkar lög. Í auðveldustu málunum er reyndar bara einn fundur en fleiri ef þau eru erfið. Ég á ekki von á því að þungi færist í viðræðurnar fyrr en eftir sumarið. Við verðum að fara í tæknilegu vinnuna fyrst. Samningahópar og bændur Fara samningahóparnir [um 200 sérfræðingar víðs vegar úr þjóðfé- laginu, svo sem úr hagsmunasam- tökum og háskólum] yfir rýniskýrsl- urnar þegar þær koma og leggja drög að samningsmarkmiðum? Hver hópur mun skoða þá skýrslu sem að honum lýtur. Hóp- arnir eru og hafa verið að undirbúa rýniferlið, þetta er sú heimavinna sem við höfum verið að sinna síð- ustu mánuði. Þegar við förum í að útfæra samningsmarkmið á hverju sviði, þá koma samningahóparn- ir að þeirri vinnu og skila sínum sjónarmiðum inn í aðalsamninga- nefndina. Í næstu viku er fjögurra daga fundur um landbúnaðarmál. Bændasamtökin eru í einum samn- ingahópanna en segjast ekki vilja taka þátt í þessu ferli. Í hverju taka þau ekki þátt og hvað þýðir það? Hamlar það ykkur í þessu rýniferli? Við höfum átt prýði- legt samstarf við Bændasamtökin en þau hafa gefið til kynna að þau muni ekki taka þátt í rýnifundum úti í Brus- sel, sem eru vonbrigði. Þetta þýðir að við þurf- um að styðjast við þá krafta sem við höfum í landbúnaðarráðuneyt- inu og það fólk í utan- ríkisráðuneyti sem hefur tekið þátt í þessu á landbúnaðarsviði. Það hefði að sjálf- sögðu verið æskilegra að hafa Bændasamtökin með enda búa þau yfir mikilli þekkingu. Ég vil ekki vera með getgát- ur um hvort þetta tefji fyrir, við vinnum bara eins og við getum. Þetta hefur ekki áhrif á rýni- ferlið núna, því það er ESB sem skýrir sína hlið í næstu viku. En á seinni fundunum, sem verða í lok janúar, þurfum við að gera grein fyrir íslenskri löggjöf og það er mikil vinna að undirbúa það. Auðvitað hefði verið betra að hafa Bændasamtökin í því og ég vona að þau geri það. Við stefnum á að vera undirbúin fyrir þá fundi og ég á ekki von á öðru. Þetta getur þá þýtt að Ísland fer verr undirbúið en ella í viðræðurn- ar? Hjáseta Bændasamtakanna getur komið niður á undirbún- ingi og því gæti staða okkar verið lakari en ella. Stærð og styrkleiki Er það rétt sem Joe Borg sagði á dögunum að Ísland væri heppið að vera ekki í hópi fjölda ríkja að semja um inngöngu eins og Malta var á sínum tíma. Eða lendir meiri vinna á ykkur en ef Ísland væri að sækja um aðild samferða öðrum ríkjum? Sú vinna sem lendir á okkur yrði hvorki meiri né minni við það að vera í hópi með öðrum. ESB semur við hvert og eitt ríki á eigin for- sendum en hefur viljað semja við nokkur ríki í einu því það er að mörgu leyti auðveldara fyrir ESB að gera það þannig. Þegar við gerðum EES-samn- inginn var mikill styrkur að því að vera í hópi með hinum EFTA- löndunum. En það var ekki síst af því að þau ríki töluðu einni röddu við ESB. Þetta á ekki við í aðildar- viðræðum, því þar er hvert ríki að semja fyrir sig. Það væri kannski ekki verra að vera með öðrum ríkjum í hópi en það að við séum ein veitir ef til vill meiri sveigjanleika fyrir ESB til að nálgast sérlausnir fyrir okkur án þess að ég vilji fullyrða neitt um það. Þið eruð að fara að karpa við hörkuþjóðir eins og Þjóðverja og Englendinga. Eigið þið einhvern séns í fimm hundruð milljóna manna samband? Það er mikil einföldun að horfa á höfðatölu í þessu samhengi. Þetta snýst um að hafa þekkingu og reynslu á þeim málefnasviðum sem samningarnir snúast um. Það fólk sem hefur verið beðið um að taka að sér þetta verkefni hefur gert það í krafti sérfræðiþekkingar sinnar og reynslu. Ég tel að það sé góð sátt um samn- inganefndina og í samningahópum taka þátt sérfræðingar úr ýmsum áttum, sérfræðingar og hagsmuna- aðilar, og það er það sem við erum að byggja á og njóta góðs af. Ég held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af stærð ESB. Evrópu- samvinnnan snýst að miklu leyti um málamiðlanir, að finna sameig- inlegar lausnir og taka tillit til sér- aðstæðna í hverju ríki. Í EES-samn- ingaviðræðunum sást hvað íslensk stjórnsýsla getur þegar á reynir. Mikið mæðir á íslenskri stjórn- sýslu og ekki fékk hún góða ein- kunn í rannsóknarskýrslunni. Þú hefur fullt traust á henni? Já, fullt traust. Það sýndi sig þegar við fengum spurningalistann frá Evrópusambandinu sem var til grundvallar ákvörðun ESB um að hefja viðræður við okkur. Við skil- uðum svörum þremur vikum áður en áætlað var og ég held að við Byrjað að marka víglínuna STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON Spurður um aðlögun minnir formaður samninganefndarinnar á að laga þarf íslenska löggjöf að um 300 lagagerðum Evrópusambandsins á þessu ári vegna EES-samningsins. Um þær hafa Íslendingar ekkert ákvörðunarvald. Hann bendir á að IPA-styrkir geti styrkt samningsstöðu Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dagsetning Kafli Hvar í röðinni? 29. nóvember Fjármálastjórn Fyrri (ESB) 30. nóvember Landbúnaður Fyrri (ESB) 1. desember Landbúnaður Fyrri (ESB) 2. desember Landbúnaður Fyrri (ESB) 3. desember Landbúnaður Fyrri (ESB) 6. desember Samkeppnismál Einn fundur 7. desember Frjálst vöruflæði Einn fundur 8. desember Frjálst vöruflæði Einn fundur 9. desember Staðfesturéttur og þjónusta Einn fundur 10. desember Frjálsir fjármagnsflutningar Einn fundur 14. desember Fjármálaþjónusta Seinni (Ísland) 15. desember Fjármálaþjónusta Seinni (Ísland) 16. desember Sjávarútvegsmál Fyrri (ESB) 17. desember Sjávarútvegsmál Fyrri (ESB) 20. desember Hugverkaréttur Einn fundur Fundir sem merktir eru „fyrri (ESB)“ eru fundir þar sem ESB skýrir sín lög fyrir íslensku nefnd- inni. Fundir sem heita „einn fundur“ eru auðafgreiddir fundir þar sem lögin eru að miklu leyti þau sömu. „Seinni (Ísland)“ stendur við fundi um fjármálaþjónustu. Á honum skýrir Ísland lög sín fyrir ESB, en ESB hefur þegar kynnt evrópskar reglur um fjármálaþjónustu, nú í nóvember. FRAMHALD Á SÍÐU 30 Í EES-samn- ingaviðræð- unum sást hvað íslensk stjórnsýsla getur þegar á reynir. Í aðildarviðræðum Íslands við ESB stendur nú yfir rýniferli þar sem farið er yfir löggjöf ESB og Íslands til að skapa grundvöll fyrir eiginlegar viðræður. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði í vikunni Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra og formann samninganefndar Íslands, um rýni- vinnu, aðlögun og IPA-styrki. Stefán viðurkennir að afstaða bænda geti skaðað samningsstöðuna. ■ RÝNIFUNDIR FRAM AÐ ÁRAMÓTUM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.