Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 36

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 36
36 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Þ rátt fyrir að mikil fram- þróun hafi verið í fram- leiðslu skólamáltíða á undanförnum árum eru enn mikil sóknarfæri til úrbóta. Lykillinn að því að fá börn til að borða hollan mat í skólum er aukið samstarf milli ólíkra fag- sviða, sem koma að framkvæmd skólamáltíða. Ragnheiður Héðinsdóttir, for- stöðumaður matvælasviðs SI, kynnti niðurstöðurnar, en verk- efnið hér á landi var unnið af SI, Rannsóknarþjónust- unni Sýni og Matís. Verkefn- ið var svo styrkt af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni. „Við horfðum þarna yfir sviðið og reyndum að greina hvar hindr- anir væri að finna og hvað væri hægt að gera betur,“ sagði Ragn- heiður. Þar kom fram að þrátt fyrir mismunandi siði og venjur milli landa, er margt sameiginlegt þar einnig. „Það eru alveg sömu umkvört- unarefni þar og eru hér, sem sagt að það sé of lítið lagt í matinn, börnum finnist hann vondur og að það þyrfti meira val.“ Ragnheiður sagði að þó ljóst væri að allir væru að gera sitt besta í málunum væri enn hægt að gera betur varðandi nýtingu barna á matnum sem er í boði. Aðalatriðið sé að maturinn sé fjöl- breyttur, næringarríkur og bragð- góður og falli börnunum í geð. Ti l dæmis segir hún að þrátt fyrir vand- aðar leiðbein- ingar, meðal annars frá Lýð- heilsustöð, sé það staðreynd að mörg börn borða ekki það sem í boði er. „Það blandast engum hugur um að leiðbeiningarnar eru góðar og starfsmenn mötuneyta eru allir af vilja gerðir að fara eftir þeim, en þær duga skammt ef börnin borða ekki matinn. Það voru því tvö gullkorn sem við lærðum af þessu verkefni, annars vegar var það að börn borða mat en ekki næringarefni, og hins vegar að matur er ekki næringarríkur nema hann sé borðaður.“ Máltíðir snúast um meira en næringarefni, að sögn Ragn- heiðar. Maturinn verður að vera aðlaðandi til að börnin borði hann og eins verður góð aðstaða að vera fyrir hendi í skólum og viðmót vinsamlegt. „Aðstaðan í matsal og viðmót afgreiðslufólks skiptir miklu máli til að börnun- um líði vel í matartímanum. Sum missa matarlystina ef þeim finnst vera of mikill hraði og hávaði eða starfsfólkið ónotanlegt. Öllum ber líka saman um að þar sem fullorðnir eru með í matnum er hægt að miðla til barnanna og í raun hægt að nýta matartímana sem kennslustund. Þar geta kenn- arar kennt börnunum að smakka á öllu, leiðbeint um borðsiði og séð til þess að ekki verði háreysti í salnum.“ Til þess að stuðla að því að börnin borði hollan og næringar- ríkan mat í skólum eru samskipti allra aðila lykilatriði. Ragnheiður segir það hafa verið skoðun flestra þeirra fjölmörgu sem sóttu málþingið. „Það sem mér fannst standa upp úr á þessu þingi var hvað allir eru sammála um nauðsyn nánari samskipta. Allir þeir ólíku aðilar sem koma að þessum málaflokki þurfa að tala saman. Það er þekk- ing út um allt en það þarf að koma öllum saman til að hún nýtist sem best.“ Máltíðir eru meira en næringarefnin Skólamáltíðir standa flestum grunnskólabörnum til boða. Vandinn er að út- búa mat sem er í senn næringarríkur og líklegur til að höfða til hinna ungu neytenda. Þorgils Jónsson og Steinunn Stefánsdóttir skoðuðu málið. FINNLAND ■ Ókeypis hádegisverður fyrir öll börn frá 6-18 ára. Skólum í sjálfsvald sett hvort boðið er upp á bita milli mála og mega taka gjald fyrir slíkt. SVÍÞJÓÐ ■ Ókeypis hádegisverður fyrir grunnskólabörn en gjaldtaka er leyfileg fyrir máltíðir í framhaldsskólum. Um 30 sveitarfélög af 290 taka slíkt gjald. ÍSLAND ■ Foreldrar greiða fyrir máltíðir, en sveitarfélög niðurgreiða þær, að mis- miklu leyti þó. DANMÖRK OG NOREGUR ■ Algengast er að börn komi með nesti að heiman en máltíðir eru greiddar af notendum þar sem þær eru í boði. SKÓLAMATUR Á NORÐURLÖNDUM Lýðheilsustöð kynnir þennan disk sem grunn að flestum aðalmál- tíðum fólks þar sem á einum hluta hans má finna prótínríkan mat, á öðrum er kolvetnarík- ur matur og á þeim þriðja er grænmeti og/eða ávextir. Diskurinn segir þó ekki beint til um skammtastærð því hún skal stjórnast af matarlyst og orkuþörf. Mikilvægt sé þó að huga að skammtastærðum og stilla þeim í hóf. Heimild: Lýðheilsustöð DISKURINN OPUS nefnist tilraunaverkefni sem snýr að skólamat og er í undirbún- ingi í Danmörku. Rannsóknin felst í því að bera saman þann mat sem börn borða vanalega í skólanum, mat úr mötuneytum, nesti nemenda og sjoppufæði, annars vegar og hins vegar það sem kallað hefur verið nýr norrænn hversdagsmatur sem byggist á hugmyndafræði nýs nor- ræns matar. Tilgangur rannsóknarinnar er að komast að því hvort og þá hvern- ig nýi norræni hvunndagsmat- urinn hefur áhrif á heilsufar barnanna sem þátt taka. OPUS gengur út á að framreiða hversdagsmat í anda nýja norræna eld- hússins sem aðlagað er að smekk barna. Notað er norrænt hráefni og lagt upp úr því að máltíðirnar séu bæði hollar og bragðgóðar. Meginhluti hráefnis- ins á að vera lífrænn og framleiddur í héraði og matseðillinn tekur mið af árstíðum. Gengið er út frá uppgefnum viðmiðum um næringarinnihald í máltíðunum. Sömuleiðis er þess gætt að í matnum sé nægilegt magn af ávöxtum, grænmeti, grófu korni og fiski. Lagt er upp úr því að maturinn höfði sérstaklega til barna, ekki bara hvað bragðið varð- ar heldur einnig útlitslega. Sjálf matar- gerðin skiptir einnig máli í OPUS-verkefn- inu. Börnin eru virkir þátttakend- ur í matargerðinni. Þannig kynnast þau nýjum hrá- efnum og nýjum leiðum til þess að matreiða hráefni sem þau þekkja fyrir. Það er von manna að þetta auki áhuga þeirra á matnum og vilja til að smakka mat sem þau hafa jafnvel ekki bragðað áður. Í þeim skólum sem þátt taka í verkefninu er matargerðin í hönd- um kokks, aðstoðarmanns og svo barnanna sjálfra. Ætlast er til að samhliða matargerðinni séu börnin frædd um hráefni og matargerð, auk þess sem þau taka þátt í að smakka matinn til. Gert er ráð fyrir um það bil fimm börnum að störfum í eldhúsinu hverju sinni. Gert er ráð fyrir þremur skóla- máltíðum dag hvern; morgunsnarli, hádegisverði og síðdegissnarli. Morgunsnarlið er yfirleitt brauð og ávöxtur, hádegisverðurinn heitur matur sem snæddur er með hníf og gaffli en síðdegissnarlið er fram- reitt á þann hátt að hægt sé að borða meðan maður er á ferðinni, til dæmis hafrastykki, hnetur eða þurrkuð ber. Samanlagt eiga máltíðirnar þrjár að fullnægja 45 prósentum af orku- þörf átta til ellefu ára barns. Uppskriftirnar sem notaðar eru miðast við árstíðirnar fjórar og innan hverrar ársíðar er þriggja vikna hringur. Tilraunaverk- efnið á að taka til nemenda í 3. og 4. bekk, sem á þriggja mánaða tímabili fá nýjan norrænan hversdagsmat í skólanum. Hverjum bekk sem tekur þátt í rannsókninni er að auki fylgt eftir í þrjá mánuði meðan börnin eru ekki í norræna fæðinu og fylgst með því sem þau borða. Tilraunamaturinn verður ókeypis þá þrjá mánuði sem tilraunin stendur. Börnin verða heilsufarsskoðuð þrisvar á rannsóknartímanum. Þau verða meðal annars mæld og vigt- uð, blóðþrýstingur mældur og tekin blóðprufa. Gert er ráð fyrir að um sextíu bekkir í tíu til tólf skólum taki þátt í rannsókninni sem fram fer á næsta skólaári 2011-2012. Áður en sjálf rannsóknin hefst verð- ur hún undirbúin með forathugun í einum skóla þar sem gert er ráð fyrir að börnin fái nýja norræna hvunndagsmatinn í fimm vikur. GRIND AÐ VIKUMATSEÐLI ■ Mánudagur Súpa ■ Þriðjudagur Kjötréttur ■ Miðvikudagur Grænmetisréttur ■ Fimmtudagur Fiskréttur ■ Föstudagur Hlaðborð með afgöngum OPUS-VERKEFNIÐ Í DANMÖRKU RAGNHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.