Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 51

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 51
Hjálparstarf kirkjunnar 5 Hvað breyst á þínum starfstíma? Hjálparstarfið hefur mikið breyst á þessum tuttugu árum. Menn hafa lært mikið síðan þá. Einkum það að mæta fólki þar sem það er. Koma ekki inn með miklar nýjungar sem engin hefð er fyrir eða þekking á. Öll okkar verkefni eru til dæmis afar einföld í sniðum. Að pumpa vatni upp úr oft handgröfnum brunnum, að rækta matjurtir í litlum görðum, að reka skepnur til og frá og hafa af þeim nyt. Það er misskilningur að alltaf sé hægt að koma inn með eitthvað sem þykir gott hjá okkur en þekkist ekki þar. Hugarfarið skiptir svo miklu máli og er oft erfiðast að breyta því. Það hefði mátt halda að fólk myndi borða bragðvont fiskimjöl út á grautinn sinn ef það veit að það er hollt. En fólk gerir það ekki þótt það eigi á hættu að deyja úr hungri því mjölið er svo framandi. Þess vegna eru fræðsla og það að fá fólk til þátttöku í verkefnum nú orðin svo stór þáttur í þróunaraðstoð. Við virkjum leiðtoga í hverju samfélagi því þeir eru fólki fordæmi og þeir veita fræðslu og hvatningu. Við virkjum konur og munaðarlaus ungmenni, fatlaða og til dæmis HIV-smitaða til að hjálpa þeim að koma sínum skoðunum og þörfum að þegar takast á við breytingar og framfarir. Með reynslunni verða fagleg vinnubrögð í geiranum líka sífellt meiri. Við höfum þurft að laga okkur að því og það hefur verið mjög spennandi að vinna hlutina á þann hátt frekar en fara eftir einhverju innsæi eða ekki innsæi eins og tíðkaðist meira áður. Þá hefur góðgerðahugsunin ráðið meira ríkjum á móti réttindahugsuninni núna. Nú fylgjum við algildum mannréttindum og fræðum fólk um rétt sinn og hjálpum þeim sem bera skyldurnar til að mæta þessum réttindum – eins og hægt er í fátækum löndum. Þetta er miklu árangursríkara. Þá virkjar fólkið sjálft stofnanir og innviði og gerir hjálparstofnanir vonandi smátt og smátt óþarfar. Hvernig fara í þig þau erfiðu mál sem Hjálparstarf kirkjunnar glímir við í verkefnum sínum, hvernig hleður þú batteríin? Ég hef náttúrulega harðan skráp, búinn að koma mér honum upp. Áður en ég hóf störf hjá Hjálparstarfinu var ég kristniboði í Eþíópíu í 12 ár. Þar kynntist ég skepnufelli og hungursneyð, stóð í sjúkraflutningum og kom að þar sem átti að fórna börnum til að losa þorp undan bölvun. Trúin hefur styrkt mig í þessum aðstæðum og gefið mér krafta til að leggja allt mitt í að milda aðstæður fólks. Svo er ég duglegur að bóna bílinn. Það kunna margir að tengja gamaldags karlaímynd en mér finnst það kyrra hugann ótrúlega mikið. Ég hjóla mikið, fékk einmitt nýtt hjól í afmælisgjöf í sumar. Svo má ekki gleyma því að ég er ekki einn á vaktinni núna. Smám saman hefur stofnunin stækkað og fleira fólk komið til starfa. Það hefur allt verið mikill fengur fyrir starfið. Nú erum við sjö. Við vinnum mikið saman og deilum þar með álaginu sem vissulega getur verið mikið á köflum. En árangurinn af starfi okkar er alveg greinilegur hverjum sem vill kynna sér það. Maður grípur alltaf til þess þegar svartsýni sækir á mann, þegar neyðar- og hjálparbeiðnir berast sem aldrei fyrr og manni finnst ekki sjá högg á vatni. Þá þarf maður að minna sig á þá einstaklinga sem maður hefur hitt, þá gjörbyltingu sem varð á þeirra lífi við að fá aðstoð frá Íslandi. Þá veit maður að verkin eru ekki unnin fyrir gýg. Hvað er þér efst í huga núna fyrir jólin? Mig langar að fá að koma hér að þakklæti til allra sem hafa stutt Hjálparstarf kirkjunnar í gegnum árin. Án þeirra hefði náttúrulega ekkert verið gert. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft hjálparstarf að starfsvettvangi og fengið að starfa með góðu fólki. Ég vona að stuðningsmenn okkar sjái líka þennan árangur sem náðst hefur og ég nefndi áðan. Um hann eru líka dæmi í blaðinu okkar og á vefsíðunni help.is. Nú er aðventan, tími sem við eigum að verja til þess að endurmeta gildi okkar og gerðir. Taka ný mið ef þörf er á. Ég vona að sem flestir taki afstöðu með náunganum og leggi jóla- söfnun Hjálparstarfsins lið eða leggi sig á annan hátt fram um að vera samferðamönnum til blessunar. LÆGSTA VERÐIÐ Á DEKKJUM samkvæmt Neytendastofu Neytendastofa framkvæmdi verðkönnun á dekkjum hjá 28 hjólbarðaverkstæðum. Dekkjahöllin var með lægsta verðið í 11 af 12 tilvikum. Sjá nánar á dekkjahollin.is eða á heimasíðu Neytendastofu. TEMPRA WINTERQUEST WILD SPIRIT Marangoni heilsársdekk eru framleidd úr mjúku gúmmíi, sem inniheldur þúsundir agnarsmárra kristalla. Kornin á yfirborði dekksins auka grip þess. Síðan þegar kornin detta úr, þá verða eftir örlitlar holur, sem virka eins og sogskálar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.