Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 56
4 matur Það er ákveðinn grunn-ur sem maður spinn-ur kringum og prófar sig áfram til að fá bragðið í jólaátt,“ segir Sigurður Örn Þorleifsson, bakari í Bæj- arbakaríi, Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði, hógvær þegar honum er hælt fyrir nýtt jóla- brauð. Þar sleppir hann hvítu hveiti og sykri en bragðbætir með agavesírópi, þurrkuðum ávöxtum, dökku súkkulaði og kryddi. „Spelt fer betur í suma en hvítt hveiti og maður verður að bregðast við því. Þetta er brauð en ekki kaka, þess vegna er gott að borða það með smá viðbiti og osti,“ segir Sigurður Örn sem bakar brauðið í lítilli tréskúffu með smjörpapp- ír og afgreiðir það þannig úr Bæjarbakaríi. Þar bakar hann fleira jólalegt svo sem Stollen- brauð og lagtertur, að ógleymd- um hálfmánum eftir uppskrift frá langömmu. - gun Jólablæbrigði í bak SPELT JÓLABRAUÐ 250 ml mjólk 125 ml vatn 2 egg 700 g fínt speltmjöl 1½ tsk. salt 5 tsk. lyftiduft 2 tsk. kanill 1 tsk. engifer 1 tsk. negull 50 g smjör 40 g agavesíróp 75 g rúsínur 250 g súkkat og þurrkaðir ávextir 100 g Konsum orange súkkulaði Jarðhnetur í flögum Blandið öllu saman og hrærið með deigkrók í um það bil fimm mínútur. Hnoðið í tvær kúlur og látið standa í 30 mín- útur. Rúllið kúlurnar örlítið niður, penslið með eggjum og veltið upp úr jarðhnetum. Setjið þær á bökunar- plötu með pappír og bakið við 180°C í um það bil 40 mínútur. HÁLFMÁNAR FRÁ LÖNGU 500 g hveiti 200 g smjör 250 g sykur 3 egg 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. hjartarsalt 1 tsk. vanilludropar ½ tsk. kardimommur 1 krukka rabarbarasulta Blandið smjöri og sykri saman og hveiti og lyftiefnum saman við, vætið í með eggi, van- illu- og kardimommudropum. Hnoðið síðan deigið slétt og sprungulaust. Gott er að láta það bíða í kulda yfir nótt. Fletjið út og mótið í kökur sem eru um 7 cm í þvermál. Setjið sultu á hverja köku, brjótið þær til helminga og þrýstið brúnum létt saman með gaffli. BRAUÐ OG HÁLFMÁNAR AÐ HÆTTI SIGURÐAR ARNAR Sigurrós Pálsdóttir, yfirmaður veitingasviðs hjá Manni lif-andi og Grænum kosti, lifir og hrærist í heilsugeiranum og hefur gaman af því að breyta uppskriftum og laga þær að sínum þörfum. Þegar kemur að kökubakstri skiptir hún út hráefnum eins og hvítum sykri, púðursykri, vanillusykri og smjöri auk þess sem hún tekur stundum út mjólkurvörur og glúten. „Það má þó ekki rugla saman hollustu og megrun og er ég til að mynda óhrædd við að nota dökkt súkkulaði enda hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að það sé hollt,“ segir Sigurrós. Hún gefur uppskrift að súkku- laðibita- og hafrakökum en í henni er til að mynda að finna möndlu- mjöl. „Í upprunalegu uppskriftinni var þarna Royal-súkkulaðibúð- ingur, svo uppskriftin er talsvert hollari svona. Sigurrós notar líka kókosolíu í staðin fyrir smjör. „Ég mæli ekki með því að kókosolían sé hituð því ef hún er of olíukennd eiga kökurnar það til að falla. Með því að raspa olíuna virkar hún meira eins og smjör.” Sigurrós heldur námskeið í hollari kökugerð í Manni lifandi í Borgartúni næstkomandi fimmtu- dag. - ve Breytt og bætt Hekla Sverrisdóttir, dóttir Sigurrósar, borðar kökurnar með bestu lyst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sigurrós Pálsdóttir vandar sig við val á hráefnum og breytir gjarnan uppskriftum til að þær verði eilítið hollari. Hún heldur námskeið í hollum kökubakstri í næstu viku. Með því að setja kakó út í deigið verða kökurnar brúnar. Sigurrós segir þó vel hægt að sleppa því en þá verða kökurnar ljósari. Þeir sem vilja auka holl- ustu í jólabakstrinum geta glaðst yfir nýju brauði sem Sigurður Örn Þorleifsson í Bæjarbakaríi hannaði fyrir aðventuna. Hann heldur líka í gamlar hefðir og bakar hálfmána eins og langamma. Krydd og ávextir gefa ósvikinn jólakeim. STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.