Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 91

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 91
LAUGARDAGUR 27. nóvember 2010 legir karlmenn setjast á svona litla hesta.“ Skutu á Vilborgu Nýlega fékk Vigdís Finnbogadóttir verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu, auk þess sem reggísveitin Hjálmar og Möguleik- húsið fengu sérstakar viðurkenn- ingar. Hverjir ættu helst skilið slík verðlaun sem ekki enn hafa fengið þau? Brynja: „Áður en verðlaunin voru veitt vorum við nokkur að giska á hver hlyti þau í ár og flestir spáðu því að Vilborg Dagbjartsdóttir yrði heiðruð.“ Einar: „Já, hún væri nú aldeilis vel að þessum verðlaunum komin. Eins og Vigdís, sem er og hefur verið mikilvægur málsvari þess að fólk rækti tunguna. Það koma mörg hundruð nöfn upp í hugann á fólki sem á verðlaunin skilið. Ég er líka ánægður með Hjálma. Kannski er þetta klisja, en mér finnst ferlega hallærislegt hversu margir Íslend- ingar sækja í að syngja á ensku, þegar það blasir alls ekki við að tón- list þeirra nái til fleiri en annarra Íslendinga.“ Brynja: „Það hefur líka sýnt sig að tónlist þeirra sem syngja á íslensku lifir miklu lengur. Tökum til dæmis Spilverkið, Stuðmenn, Sálina og berum saman við Jet Black Joe. Það er augljóst hvort lifir lengur.“ Einar: „Ég heyrði lag sem heitir Leiðin heim í útvarpinu um daginn, rosa fínt lag og ég var mjög ánægður með að einhverjir væru að syngja á íslensku. Svo kom í ljós að lagið var með hljómsveitinni Lights on the Highway! Hvers vegna heita þeir ekki íslensku nafni fyrst þeir syngja á íslensku? Það er miklu skemmti- legra.“ Brynja: „Dikta, vinsælasta hljóm- sveitin í dag, syngur á ensku. Ég er dálítið vantrúuð á að eftir fimmtán ár verði þjóðin enn syngjandi lagið Thank you sérstaklega mikið. Hefur þú samið dægurlagatexta?“ Einar: „Nei. Ég hef aldrei kunn- að að búa til texta með rími, stuðl- um og slíku. Menn þurfa að æfa sig lengi til að ná valdi á því og helst að hafa drukkið inn með móðurmjólk- inni. Og úr því ég kann það ekki, þá reyni ég það ekki.“ Óheppilegt nafn Í vikunni bárust fréttir af því að breski tenórinn Paul Potts, sem treð- ur upp með Björgvini Halldórssyni og fleirum í Laugardalshöll í byrjun september, gerði ekki miklar kröf- ur um aðbúnað baksviðs á tónleik- um sínum. Helsta krafa hans er sú að tveir kaldir íslenskir bjórar séu tilbúnir þegar hann stígur niður af sviðinu. Hefðuð þið uppi einhverjar sérstakar kröfur, væruð þið í aðstöðu til slíks? Brynja: „Voðalega er hann óhepp- inn með nafn þessi maður.“ Einar: „Já. Ég held að hann hafi tekið þetta nafn upp.“ Brynja: „Það er með ólíkindum. Þetta er svipað og að taka upp nafn- ið Hitler eða Göbbels.“ Einar: „Ég heyrði af því að þegar Bob Dylan kom til landsins gerði hann kröfur um Budweiser-bjór í glerflöskum með löngum stúti og þúsund önnur smáatriði, en í raun og veru séu listamennirnir sjálf- ir ekkert að biðja um þetta. Hins vegar sé alltaf búið þannig um hnút- ana að hægt sé að saka gestgjafana um samningsbrot, bara til öryggis. KK vinur minn bað alltaf um gin og tónik og sitthvað fleira á tónleikum, þangað til hann fór í meðferð. Eftir það varð leslampi fyrir ofan rúmið á hótelinu eina skilyrðið. Það finnst mér svolítið flott.“ Brynja: „Ég held að það sé lítið um svona prímadonnur hér á Íslandi. En ef ég þyrfti að biðja um eitthvað yrði það örugglega eitthvað absúrd. Kannski þúsund helíum- blöðrur sem ég gæti svo skemmt mér við að sjúga loftið úr.“ Einar: „Ég hef bara aldrei hugsað út í þetta. Svona er maður nú barna- legur í sér.“ FRAMHALD AF SÍÐU 46 THANK YOU Brynja og Einar myndu kjósa að fleiri íslenskir tónlistarmenn semdu íslenska texta. Við styðjum Vilhjálm Þorsteinsson til stjórnlagaþings! 2325 Aðalsteinn Leifsson lektor, Reykjavík Anna Lilja Jóhönnudóttir háskólanemi, Kópavogi Bergþóra Birgisdóttir þjónustufulltrúi, Djúpavogi Birgir Hermannsson aðjúnkt, Reykjavík Bjarni Geir Alfreðsson veitingamaður, Reykjavík Björgvin Ingi Ólafsson háskólanemi, Evanston, Bandaríkjunum Björgvin Valur Guðmundsson leiðbeinandi, Stöðvarfirði Flosi Eiríksson viðskiptafræðingur, Kópavogi Gísli Hauksson hagfræðingur, Reykjavík Gísli Sigurðsson prófessor, Reykjavík Guðrún Jóna Jónsdóttir tölvunarfræðingur, Reykjavík Gunnar Tryggvason verkfræðingur, Reykjavík Halldór Guðmundsson rithöfundur, Reykjavík Halldór Friðrik Þorsteinsson forstjóri, Reykjavík Heiða Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur, Akureyri Herdís Björk Brynjarsdóttir háskólanemi, Dalvík Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri, Kópavogi Hlédís Sveinsdóttir athafnakona, Fossi, Snæfellsbæ Hlynur Þór Magnússon blaðamaður, Reykhólahreppi Hrafnhildur Hafberg menntaskólakennari, Ísafirði Hreinn Sigmarsson búfræðingur, Reykjavík Hulda Kristín Magnúsdóttir hönnuður, Reykjavík Ína Björk Hannesdóttir viðskiptafræðingur, Reykjavík Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík Ingibjörg Stefánsdóttir jógakennari, Reykjavík Jón Steinsson hagfræðingur, New York Jónas Björgvin Antonsson framkvæmdastjóri, Kópavogi Karl Th. Birgisson ritstjóri, Reykjavík Katrín Atladóttir tölvunarfræðingur og bloggari, Reykjavík Kristín Pétursdóttir forstjóri, Hafnarfirði Kristján Björn Þórðarson myndlistarmaður, Reykjavík Lúðvíg A. Halldórsson fv. skólastjóri, Stykkishólmi Pétur Gunnarsson blaðamaður, Reykjavík Ragnheiður Jóna Jónsdóttir kennari og athafnakona, Kópavogi Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur, Reykjavík Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri, Kópavogi Svanhildur Sigurðardóttir skrifstofustjóri, Reykjavík Sveinn Andri Sveinsson viðskiptafræðingur, Garðabæ Þórður Kristjánsson kerfisfræðingur, Reykjavík Þorbjörn Pálsson fasteignasali, Kópavogi Þorgerður Ólafsdóttir galleristi, Reykjavík Þorlákur Axel Jónsson menntaskólakennari, Akureyri Þuríður Ottesen framkvæmdastjóri, Reykjavík Örn Karlsson skógarbóndi, Sandhóli v/Kirkjubæjarklaustur Skynsamur og vandaður fulltrúi þjóðarinnar Fastar innréttingar til sölu Vegna endurbóta á Hótel Loftleiðum þarf að fjarlægja úr kjallara og 1. hæð ýmsar fastar innréttingar sem ekki verða notaðar áfram. Í kjallara er um að ræða salerni, handlaugar, sturtur, salernisskilrúm, spegla og innihurðir. Á 1. hæð er um að ræða: Lobby Innritunarborð, tölvuborð og bókahillur. Lónið Glerveggur, móttökuborð og bar. Víkingasalur Felliveggir (4 stk, hæð um 2,4 m og lengd samtals um 20 m), bar og fatahengi Þriðjudaginn 30. nóvember n.k. milli kl. 10-11 verður ofan- greint sýnt á staðnum og um leið tekið á móti tilboðum fram til kl. 11. Taka verður niður innréttingarnar og fjarlægja þær þann 3. janúar n.k. Allar nánari upplýsingar veitir hótelstjóri. Veffang: solborg@icehotels.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.