Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 92
60 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
M
argir vilja ganga svo
langt að halda því fram
að val fólks milli Roll-
ing Stones og Bítlanna
sé grundvallarspurn-
ing í menningarsögunni
og hafa heilu bækurnar verið skrifaðar
um málið, enda um tvær af allra vinsæl-
ustu hljómsveitum mannkynssögunnar
að ræða. Snemma var dregin upp mynd
af sveitunum tveimur sem fullkomnum
andstæðum, að Bítlarnir væru hreinu og
stroknu mömmustrákarnir en meðlimir
Stones væru eins langt frá drauma-
tengdasonum og unnt væri. Fjölmiðlar,
umboðsmenn og útgáfufyrirtæki voru þó
að mestu leyti ábyrg fyrir staðalímynd-
unum, enda voru meðlimir Bítlanna og
Rolling Stones flestir vinir eða kunn-
ingjar þegar sviðsljósinu sleppti.
Lemmy, forvígismaður rokksveitar-
innar Motörhead, gaf lítið fyrir þennan
algenga samanburð í ævisögu sinni, þar
sem segir meðal annars: „Bítlarnir voru
harðir naglar. Brian Epstein [umboðs-
maður Bítlanna] hreinsaði þá fyrir fjöld-
ann, en þeir voru alls engar gungur …
Rolling Stones voru stelpustrákarnir.
Þeir voru allir menntaskólanemar frá
útjaðri London. Þeir fluttu inn í borgina
til að svelta en það var þeirra eigin val,
til að virðast óvirðulegri.“
Töffarar og skoppandi asnar
Hér áður fyrr höfðu ungir breskir tónlistarmenn gjarnan þau áhrif á íslensk ungmenni að þau sáu sig knúin til að skipta sér í
flokka eftir því hvaða hljómsveitum þau fylgdu að málum. Kjartan Guðmundsson rifjaði upp þrjú slík tilfelli með aðdáendum
Bítlanna og Rolling Stones á sjöunda áratugnum, Wham! og Duran Duran á þeim níunda og Blur og Oasis á þeim tíunda.
Lísa Pálsdóttir útvarpskona varð
strax hrifin af Bítlunum þegar
hún heyrði fyrst í þeim sem tíu
ára gamall nemandi í Melaskóla.
„Ég hafði aðeins fylgst með
Presley og ámóta rokkurum, en
þegar Bítlarnir komu tóku bara
allir andköf. Þetta var ótrúlegt.
Ástæðan fyrir því að ég hélt strax
meira upp á Bítlana en Rolling
Stones gæti verið sú að það var
auðveldara að læra að syngja
Bítlalögin. Þau lærði ég strax og
söng auðvitað eftir eyranu því
ég kunni enga ensku að ráði, ég
man til dæmis að ég söng alltaf
„Can‘t Bobby Love“ í staðinn fyrir
„Can‘t Buy Me Love“ og vorkenndi
þessum Bobby sem gat ekki
elskað ógurlega. Stónstextarnir
voru flóknari og Jagger söng ekki
jafn skýra laglínu og Lennon
og McCartney. Ég man líka að
flestum töffarastrákanna þóttu
Bítlarnir vera algjörir kettlingar,
enda er Stones meira strákaband.
Mig grunar þó að flestir hafi þeir
verið Bítla aðdáendur undir niðri,
þótt þeir hafi ekki látið það í ljós á
sínum tíma,“ segir Lísa.
„Þegar ég heyrði fyrst í Rolling Stones árið 1964 bjó ég í Vogunum. Inni á Sunnutorgi og í Álfheim-
unum var strákagengi sem ég var í og við kölluðum okkur Rollingana. Á þessum tíma var maður
annaðhvort Stones eða Beatles, það var bara þannig, og við fylgdum Stones að málum,“ segir
Arnar Sigurbjörnsson tónlistarmaður, sem hefur meðal annars leikið á gítar og í hljómsveitunum
Flowers og Brimkló.
Arnar segir Stones hafa verið meiri töffara en Bítlana og það hafi leikið stórt hlutverk í aðdáun
hans á hljómsveitinni. „Sumir vina minna hölluðust að Bítlunum og ég minnist þess nú ekki að
ríkt hafi mikið hatur milli þessara tveggja hópa. Menn voru jú að rífa kjaft og deila um hvor sveitin
væri betri, Stones-mönnum þótti kannski flott að drekka Jim Beam fyrir allra augum meðan
Bítlaaðdáendurnir voru meira að fela þetta. Alveg eins og hljómsveitirnar sjálfar. Bítlarnir voru í
einkennisbúningum en Stones voru meira fyrir að láta allt flakka,“ segir Arnar og hlær, en á þess-
um tíma var hann meðlimur í aðdáendaklúbbi Stones og fékk þannig sendar plötur og varning
tengdan hljómsveitinni frá Bretlandi. Árið 1965 fór hann á tónleika með Stones í Royal Albert Hall
í London, sem voru hljóðritaðir og síðar gefnir út á plötunni Got Live If You Want It. Alls hefur hann
séð sveitina fimm sinnum á tónleikum og hefur hug á að bæta einum í viðbót við á næsta ári,
enda harður Stones-maður enn þann dag í dag.
LÆRÐI TEXTANA EFTIR EYRANU Lísu
Pálsdóttur útvarpskonu grunar að
flestir aðdáendur Rolling Stones hafi
líka kunnað að meta Bítlana undir
niðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GOT LIVE Arnar Sigurbjörnsson tónlistarmaður hreifst af töffaraskapnum hjá Stones. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ROLLINGARNIR Í VOGUNUMAUÐVELDARA AÐ LÆRA BÍTLALÖGIN
ROLLING STONESGEGNBÍTLARNIR
BARIST Á BANASPJÓTUM Ungir, breskir karlmenn í hljómsveitum á borð við Bítlana, Rolling Stones, Wham!, Duran Duran, Blur og Oasis höfðu ótrúlegustu áhrif á ungmenni víða um heim. Ísland var engin undantekning.
FRAMHALD Á SÍÐU 62