Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 98

Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 98
66 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Á Íslandi verður Dagur rauða nefsins haldinn í þriðja sinn föstudaginn 3. desem- ber 2010 næstkomandi. Þann dag verður söfnunarþáttur í opinni dagskrá Stöðvar 2 þar sem grínistar láta ljós sitt skína í þeim tilgangi að safna fé fyrir bágstödd börn um allan heim. Það verður mikið um grín, glens og spaug í aðdraganda Dags rauða nefsins. Þá verður kímni og hlátri beitt til að koma alvarlegum skilaboðum á framfæri, vekja athygli á bágbornum aðstæðum barna víða um heim og safna fé til verkefna UNICEF fyrir börn sem eiga um sárt að binda. UNICEF hvetur alla til að gerast heimsforeldrar, kaupa stóru rauðu nefin og safna áheitum. Bylgjan mun hita upp og þá geta vinnustaðir, fyrirtæki og stofnanir tekið þátt í almennu fjöri, glensi og gríni. Hægt er að nálgast alls kyns fjáröflun- arhugmyndir, grín og glens fyrir einstaklinga og fyrirtæki á síðunni www.rauttnef.is. Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem héldu hinn fyrsta Dag rauða nefsins árið 1988 í þeim tilgangi að safna fé til þurfandi barna í Afríku. Síðan hefur Dagur rauða nefsins verið haldinn annað hvert ár og hefur hann nú fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerða- viðburðum Bretlands. Rauð styrktarnef til sölu og lag í tilefni dagsins Rauðu trúðanefin sem seld eru á 700 krónur til styrktar verkefnum UNICEF eru komin í verslanir. Lag Retro Stefson, Rauða nefið, var samið sérstaklega fyrir átakið. RAUTT NEF Í ÞRIÐJA SINN L angtíma sjónarmið í þróunarstarfi eru mjög mikilvæg og það er ánægjulegt að segja frá því að þó að alltaf megi gera betur þá hefur okkur í UNICEF orðið ágengt síðustu áratugi,“ segir Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF á Íslandi. „Sem dæmi má nefna að börn- um sem deyja fyrir fimm ára aldur dag hvern hefur fækkað úr 34.000 í 24.000 síðan 1990. Talan er vissulega há en það er ánægju- legt að hún hefur lækkað þrátt fyrir fjölgun í heiminum,“ segir Stefán sem tekur á móti blaða- manni í miklu annríki vegna söfn- unardags UNICEF í tilefni af Degi rauða nefsins sem haldinn verður hér á landi næsta föstudag. Upphæð að eigin vali Tilgangur dagsins er að hvetja fólk til að gerast svokallaðir heimsfor- eldrar UNICEF. „Heimsforeldrar styrkja UNICEF mánaðarlega og velja sjálfir hve mikið þeir styrkja samtökin, það getur verið á bilinu frá 1.000 krónum og upp úr. Þetta er framlag sem skiptir gríðarlegu máli því venjulegt fólk, heimsfor- eldrarnir, eru okkar helstu styrkt- araðilar. Peningarnir sem þeir leggja til fara í almenn og víð- tæk verkefni UNICEF sem tengj- ast lífsafkomu og þroska, mennt- un, vernd gegn ofbeldi, baráttu við HIV-smit og fleira. Heims- foreldrar eru ekki að styrkja eitt ákveðið barn heldur mætti segja að þeir séu að styrkja öll börnin í heiminum sem þurfa á stuðningi að halda,“ segir Stefán og bendir á að margt smátt geri eitt stórt. Með einföldum aðgerðum sé til að mynda hægt að draga verulega úr barnadauða. „Mörg af börnunum sem deyja fyrir fimm ára aldur deyja af orsökum sem hægt er auðveldlega að koma í veg fyrir, öndunarfærasýkingum, malaríu, mislingum svo dæmi séu tekin.“ UNICEF hefur svokölluð þús- aldarmarkmið að leiðarljósi en þau eru sjö talsins: að draga úr fátækt og hungri, að tryggja grunnmenntun fyrir börn, að styðja jafnrétti og styrkja konur, að draga úr barnadauða, að bæta heilsu mæðra, að berjast gegn alnæmi og öðrum sjúkdómum og að styðja sjálfbæra þróun. Stefán segir að í öllum markmiðum þok- ist í rétta átt. „Það er alveg klárt að þróunarstarf skilar miklu, að minnsta kosti í þessu tilviki. Þró- unarstarf sætir stundum gagnrýni en það er óhætt að rýna í tölurn- ar hjá UNICEF, meirihlutinn fer beint til hjálparstarfsins.“ Langaði að vinna að betri heimi Stefán Ingi hefur verið fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi síðan landsnefndin tók til starfa árið 2003. Hann var líka í hópnum sem vann að undirbúningi stofnun- arinnar. „Mig langaði alltaf til þess að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sérstaklega þá UNICEF, ég hef alltaf haft þá trú að við ættum öll að vinna saman að því að gera heiminn betri. Það var svo í árslok 2002 sem sú hugmynd kviknaði hjá hópi fólks að hafa landsnefnd hér á landi og við fengum mikinn stuðn- ing við þá hugmynd frá UNICEF,“ segir Stefán Ingi en bætir við að jólakort Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafi þó verið til sölu í fjölmörg ár og ýmsir sjálfboðalið- ar komið að sölu þeirra, til dæmis Félag háskólakvenna og fleiri. Samræður um sjálfboðaliða leiða okkur að tali um rauða nefið, fjár- öflun UNICEF sem nær hápunkti næsta föstudagskvöld. „Rauða nefið á sér sögu og hefð á Bretlandi, þar vildu grínarar leggja sitt af mörkunum eftir að tónlistarmenn höfðu staðið fyrir Live Aid-tónleikunum. Hér á landi var Dagur rauða nefsins fyrst haldinn árið 2006, í annað sinn í fyrra og er nú haldinn í þriðja sinn. Við erum þakklát grínurum þessa lands sem leggja sitt af mörkum til að safna fé fyrir UNICEF,“ segir Stefán Ingi sem hvetur fólk til að taka þátt í deginum og aðdraganda hans. Heimsforeldrar skipta máli Venjulegt fólk sem styrkir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gerir börnum heimsins kleift að lifa og búa við betri aðstæður. Sig- ríður Björg Tómasdóttir ræddi við Stefán Inga Stefánsson framkvæmdastjóra um hvernig grín getur komið þeim til hjálpar. Annað 6% FRAMLÖG UNICEF EFTIR HEIMSHLUTUM Upphæð 769 milljónir dollara, andvirði um 88,281 milljarðar íslenskra króna Afríka sunnan Sahara 59% Asía 27 % Miðausturlönd og Norður-Afríka 4% Suður-Ameríka og Karíbahafið 4% UMSVIFAMIKIÐ STARF UNICEF starfar um heim allan en starfið er umsvifamest í Afríku sunnan Sahara og í Asíu. Myndirnar sýna aðsetur stúlkubarns við tjaldbúðir í Pakistan sem urðu til í kjölfar flóða í ánni Sukkur og Stefán Inga Stefánsson í heimsókn í Síerra Leóne en þar styrkir UNICEF á Íslandi ýmis verkefni. Kortið sýnir hvernig framlög UNICEF skiptast eftir heimshlutum. GRÍN ER ALVARA Jón Gnarr borgar- stjóri setti upp rauða nefið á borgarstjórnarfundi á dögunum þegar nefin voru sett í sölu. Mörg af börnunum sem deyja fyrir fimm ára aldur deyja af or- sökum sem hægt er auðveldlega að koma í veg fyrir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.