Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 110
78 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Hvað eruð þið búnir að þekkj- ast lengi? Felix: Ja, það var Helga Arnalds sem leiddi okkur saman árið 2002. Við Augasteinn urðum strax vinir og við hlökkum alltaf til að hittast aftur. Augasteinn: Felix tók mig bara upp og hélt á mér og þá vorum við orðnir vinir! Hvernig er að vinna saman? Felix: Það er nú sko auðvelt því Augasteinn er mjög góður og þægur strákur. Augasteinn: Já, og það er Felix líka! Felix: Svo eru líka fleiri sem vinna með okkur, hún vinkona okkar Helga Arnalds brúðu- gerðarkona, Jói ljósamaður og Salka dóttir hans og svo hún Kolla sem er leikstjórinn. Hún er líka mjög góður vinur Auga- steins. Þið heimsóttuð á dögunum krakka í Bretlandi og lékuð fyrir þau. Hvernig gekk sú heimsókn fyrir sig? Felix: Það gekk svo vel að við ætlum að fara aftur til London og leika fyrir börn þar. Þau voru mjög góðir áhorfendur og sátu dol- fallin á meðan við Augasteinn sögðum þeim söguna. Þau eiga bara einn jólasvein en ekki þrettán eins og við. Skrítið! Hlakkið þið til jólanna? Felix: Já, jólin eru mjög skemmtileg- ur tími. Í gamla daga fagnaði fólkið því að dagarnir fóru aftur að lengjast. Jólin eru hin eina sanna hátíð ljóssins. Augasteinn: Og maður fær pakka! Ég hlakka mikið til! Hvernig ætlið þið að halda upp á jólin? Felix: Ég held upp á þau með fjölskyldunni minni og Augasteinn fær að vera með. Hann situr nú bara rólegur og fylgist með okkur. Hvað finnst ykkur um jóla- sveinana, eru þeir góðir eða vondir? Augasteinn: Þeir virð- ast vondir og svolítið skrítnir en þegar maður kynnist þeim kemur í ljós að þeir eru mjög góðir og vænir. Ótrúlegt í raun þegar maður er búinn að lenda í hinum hræðilegu foreldrum þeirra! Felix: Já og jólakettinum. Hann er skelfilegur. Hver er skemmtilegasti jóla- sveinninn? Augasteinn: Við Stekkjastaur erum mjög góðir vinir, en Gluggagægir er eigin- lega fyndnastur! Felix: Mér finnst Þvörusleikir mjög skemmtilegur. Hann er svo stríðinn. Hvað tekur við eftir jól? Auga- steinn: Þá förum við bara að telja dagana þangað til við hitt- um krakkana aftur rétt fyrir jólin! 78 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is krakkar@frettabladid.is JÓLASVEINAR SKRÍTNIR EN GÓÐIR KARLAR Ævintýrið um Augastein hefur verið tekið til sýninga í Tjarnarbíói. Fréttablaðið náði tali af stjörnum leiksýningarinnar, þeim Felix Bergssyni og sjálfum Auga- steini, sem finnst alltaf gaman að fá krakka í heimsókn. Einu sinni voru tveir hundaeigendur að metast. Þá sagði annar: „Hundurinn minn er svo gáfaður að þegar hann þarf að komast inn rekur hann trýnið í dyrabjölluna.“ „Það er nú ekkert, hund- urinn minn notar lykil!“ Pétur og Páll áttu hvor sinn hestinn og höfðu þá í sama hag- anum. Til þess að þekkja hestana í sundur bundu þeir græna saufu í faxið á hesti hans Péturs. Þetta gekk þangað til þeir komu í hagann og sáu að græna slaufan hafði dottið af . “Nú fór í verra sagði,” sagði Pétur, “Hvernig eigum við nú að þekkja hvor okkar á hvaða hest? “Heyrðu mér dettur eitt í hug,” sagði Páll eftir nokkra þögn: “Ég tek þann gráa og þú þann brúna.” MENNTA.HI.IS/VEFIR/SNILLIHEIMAR/NAMSVEFUR.HTM Námsvefur fyrir fjögurra til átta ára börn. Vefurinn er eins og þorp þar sem hægt er að fara í mismunandi leiki í nokkrum húsum. 1. Hvað heitir kertið sem fyrst er kveikt á á aðventukransinum? 2. Hvaða jólasveinn kemur fyrstur? 3. Hvaða jólasveinn kemur síð- astur? 4. Hvað fá börn í skóinn sem eru óþekk? 5. Hvaða mánaðardagur er jóladagur? 6. Hvenær eru jólin alveg búin? 7. Hvað kallast jólin þegar ekki er snjór? 8. Hvenær hringja kirkjuklukkurnar inn jólin? Svör: 1. Spádómskerti 2. Stekkjastaur 3. Kertasníkir 4. Kartöflu 5. 25. desember 6. 6. janúar, 13 dögum eftir jól þegar síðasti jólasveinninn heldur til fjalla. 7. Rauð jól. 8. Klukkan sex (klukkan 18) Þau eiga bara einn jólasvein en ekki þrettán eins og við. Skrítið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.