Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2010, Qupperneq 118

Fréttablaðið - 27.11.2010, Qupperneq 118
86 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 27. nóvember ➜ Tónleikar 16.00 Nemendur við Tónlistarskól- ann í Reykjavík flytja rómantísk verk í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Tónleikarn- ir hefjast kl. 16. 16.00 Hljómsveitin Orphic Oxtra verð- ur með tónleika í Havarí í dag kl. 16. 23.00 Á Faktorý koma í kvöld fram 7Berg, Diddi Fel, Emmsjé Gauti og Introbeats. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og er aðgangseyrir 1000 krónur. ➜ Opnanir 15.00 Sýning þeirra Áslaugar Thorlacius, Finns Arnars Arnarsson- ar, Salvarar, Kristjáns, Hallgerðar og Helga Finnsbarna verður opnuð í dag kl. 15 í Ásmundarsal í Listasafni ASÍ. 17.00 Rakel McMahon og Snorri Ásmundsson opna sýninguna Blow me (pott)- Bloody beauty, ókei? í dag kl. 17 í Crymo við Laugaveg. Jón Henryson hefur opnað sýninguna Mýndabók mannlegra skepna í litum í sýningarsal Íslenskrar grafíkur í Tryggva- götu 17 (hafnarmegin). ➜ Fundir 16.00 Minningarfundur um heiðurs- félaga MÍR, þá Nikolas Kúdrjavtsev og Valeríjs Berkov, í félagsheimili MÍR á Hverfisgötu 105. Minningarfundurinn hefst kl. 16. ➜ Málþing 13.00 Málþing í Þjóðminjasafni Íslands í tengslum við sýningu Einars Fals Ing- ólfssonar, Í fótspor W.G. Collingwoods. Málþingið stendur frá 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur ókeypis. 14.00 Haustþing AkureyrarAkademí- unnar verður haldið í dag í Gamla Hús- mæðraskólanum við Þórunnarstræti 19 á Akureyri frá 14-17. Yfirskrift þingsins er Menningin og monníngurinn. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Samkoma 14.50 Ljósin verða tendruð á jóla- trénu á Akureyri í dag kl. 14.50 við Ráðhús Akureyrar. Sunnudagur 28. nóvember ➜ Tónleikar 15.00 Bjöllukór Tónstofu Valgerðar spilar í Borgarbókasafni/Ársafni í dag frá kl. 15. 17.00 Aðventutónleikar Schola cant- orum í Hallgrímskirkju í dag. Tónleikarn- ir hefjast kl. 17 og er aðgangseyrir 2.500 krónur, 1.500 krónur fyrir listvini. 20.00 Í Hafnarborg verður Tríó Reykjavíkur með tónleika í dag. Tón- leikarnir hefjast kl. 20 og er miðaverð 2.400 krónur. ➜ Listasmiðja 14.00 Opin listsmiðja fyrir börn og full- orðna í Viðeyjarstofu í dag frá kl. 14- 16. Ferjutollur og þátttökugjald er 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. ➜ Útivist 11.00 Ferðafélag Íslands ásamt Góu efna til Konfektgöngu á Esjuna kl. 11. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Samkoma 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, í dag kl. 14. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tónleikar ★★★★ Verk eftir Sibelius, Prókofíev og Mendelssohn. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn James Gaffigan. Ein- leikari: Helga Þóra Björgvinsdóttir. Hann var óvenju músíkalskur, stjórnandinn á tónleikum Sinfóní- unnar í Háskólabíói á fimmtudags- kvöldið. Hann heitir James Gaffigan og mun hafa stjórnað Sinfóníunni áður. Ég man reyndar ekkert eftir því. En tónleikarnir nú verða mér minni- stæðir. Ballettinn eftir Prokofíev, Rómeó og Júlía, hefur sjaldan verið eins magnaður. Strengjahljómurinn var óvenjulega safaríkur og flottur, það var hreinn unaður að hlusta á hljómsveitina spila. Tréblásararnir voru tærir og nákvæmir, og brass- ið yfirleitt pottþétt. Aðrir voru líka með á nótunum. Einhverjir hnökr- ar voru vissulega greinanlegir, en túlkunin var bara svo sannfærandi að manni var alveg sama. Hápunkt- arnir voru þannig að ég fékk gæsahúð, og það gerist ekki oft á sinfóníutónleikum. Annað á efnisskránni kom einnig vel út. Hin ábúðarfulla, en innilega tónsmíð eftir Sibelius, Elskhuginn, var fallega spiluð. Eins og nafnið bendir til er tónlistin rómantísk, reyndar var þetta upphaflega kór- verk. Sem slíkt fjallar það um ungan mann sem leitar að ástvinu sinni yfir fjöll og skóga og finnur hana að lokum. Kórverkið varð flóknara en tónskáldið hafði gert ráð fyrir, og á endanum varð það að tónsmíð fyrir strengi og slagverk. Frammistaða strengjasveitar Sinfóníunnar var glæsileg, spilamennskan fókuseruð, mjúk og umfram allt tilfinningarík undir öruggri stjórn Gaffigans. Einleikari kvöldsins var Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari. Hún hefur áður spilað með Sinfóní- unni, en það var í fiðlukonsert eftir Martinu fyrir tæpum tveimur árum. E-moll konsertinn eftir Mendelssohn er mun aðgengilegri og Helga Þóra lék hann prýðisvel. Hröð nótnahlaup voru tær og jöfn, hljómurinn í fiðl- unni var fagur og túlkunin byggð á þekkingu og fagmennsku. Einstaka sinnum hefði maður þó viljað hafa meira líf í leiknum, meiri spennu. Helga Þóra virtist ekki taka neinar sérstakar áhættur, sem gerði verkið stundum óþarflega litlaust. En hún er samt fínn fiðluleikari. Með meiri reynslu á eftir að sópa að henni og það er örugglega mikils af henni að vænta í framtíðinni. Jónas Sen Niðurstaða: Óvanalega sannfærandi túlkun á Rómeó og Júlíu eftir Prókofíev. Fiðlukonsertinn eftir Mend- elssohn var líka fallega spilaður og Elskhuginn eftir Sibelius var hrífandi. Gæsahúð á fiðlutónleikum HELGA ÞÓRA BJÖRGVINSDÓTTIR Lék E-moll konsertinn eftir Mendelssohn prýðisvel en hefði mátt taka meiri áhættu, segir í dómnum. Grafarvogskirkju 10. desember kl. 20.00 Miðaverð: 3900 kr. Sigga Beinteins heldur nú í annað sinn hugljúfa og einlæga jólatónleika ásamt góðum gestum. 10. desember syngja Cantabile kór Margrétar Pálmadóttur og Kór Hamraskóla með Siggu í Grafarvogskirkju. Sérstakir gestir kvöldsins eru systkinin Páll Óskar og Diddú. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Miðasala á midi.is. Aðrir tónleikar Siggu fyrir jólin: Keflavíkurkirkja 1. desember, Digraneskirkja 9. desember og Grafarvogskirkja 10. desember. Allar nánari upplýsingar á siggabeinteins.is Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.