Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 128

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 128
 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR96 sport@frettabladid.is NONNI MÆJU , Jón Ólafur Jónsson, úr Snæfelli, fékk flest atkvæði í kosningu á byrjunarliðsmönnum í Stjörnuleik KKÍ sem fram fer 11. desember. Í liði Landsbyggðarinnar eru líka Snæfellingarnir Sean Burton og Ryan Amaroso, Páll Axel Vilbergsson (Grindavík) og Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík). Pavel Ermolinskij (KR) fékk flest atkvæði í liði Höfuðborgarinnar en aðrir í liðinu eru Ægir Þór Steinarsson (Fjölni), Marvin Valdimarsson (Stjarnan, Jovan Zdravevski (Stjarnan) og Fannar Ólafsson (KR). HANDBOLTI Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðsins Gross- wallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukk- an 17.00 í dag. Íslandsmeistararn- ir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við höfum mætt mörgum af sterk- ustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þess- ir Evrópuleikir eru eins og lands- leikir fyrir marga okkar,“ segir hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og mark- vörslu aftur þá er allt hægt. Sér- staklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta,“ segir Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríð- arsterka lið Fotex Veszprém í kjöl- farið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist.“ Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátt- tökunnar í ár. Þeir eru samt dug- legir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einn- ig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað snið- ugt,“ segir Freyr Brynjarsson léttur. henry@frettabladid.is Auglýsa eftir stuðningi Haukar ætla að selja sig dýrt gegn þýska liðinu Grosswallstadt í dag er liðin mæt- ast í EHF-bikarnum. Haukarnir þurfa að vinna upp tveggja marka forskot. Þátt- takan í keppninni kostar mikið og Haukar safna með því að selja þorskhnakka. ÞAÐ ER ALLT HÆGT Freyr Brynjarsson verður í lykilhlutverki hjá Haukum í dag er þeir mæta Grosswallstadt í EHF-bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er viðureign Spurs og Liverpool á White Hart Lane. Man. City á erfiðan útileik á Britannia og Chelsea þarf að rífa sig upp á St. James´ Park. C h e l s e a h e f u r tapað þremur af síð- ustu fjórum leikjum sínum í deildinni og þar af hafa tveir síð- ustu tapast. Þetta er í fyrsta skipti í fjög- ur og hálft ár sem liðið tapar tveim deildarleikjum í röð. Ef liðið tapar í dag verður það í fyrsta skipti síðan 1999 sem liðið tapar þrem leikjum í röð. Liverpool vann loks leik í síðustu umferð en Spurs hefur unnið tvo í röð. Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur ekki tapað í síðustu fjórum heimaleikjum gegn Liverpool. Liverpool hefur aðeins unnið einn útileik í vetur. - hbg Erfiðir útileikir hjá Chelsea og Man. City og Liverpool sækir Tottenham heim: Tapar Chelsea þriðja leiknum í röð? Leikir helgarinnar: Laugardagur: Aston Villa - Arsenal Bolton - Blackpool Everton - WBA Fulham - Birmingham Man. Utd - Blackburn Stoke - Man. City West Ham - Wigan Wolves - Sunderland Sunnudagur: Newcastle - Chelsea Tottenham - Liverpool ÍS LE N SK A /S IA .I S VI T 52 51 7 11 /1 0 Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur. Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldin mánudaginn 6. desember og hefst kl.20:00. Fundarstaður Golfskálinn Grafarholti Dagskrá aðalfundar: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Virðingarfyllst Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur HANDBOLTI Ólympíumeistarar Nor- egs sýndu íslenska landsliðinu í gær hvernig á að spila handbolta. Þetta besta handboltalið heims fór algjörlega á kostum í vináttuleik liðanna og vann yfirburðasigur, 35-14. Staðan í hálfleik var 19-7. Þetta var fyrsti leikur Íslands á fjögurra liða æfingamóti. Norðmenn spiluðu framúr- skarandi varnarleik og ekki var markvarslan síðri. Hraðaupp- hlaupin voru síðan í hæsta gæða- flokki en Noregur skoraði yfir 20 mörk úr hröðum upphlaup- um í gær. Íslenska liðið stóð eftir varnarlaust. Það breytti engu þótt Norðmenn skiptu út byrjunarliði sínu í hálf- leik. Yfirburðirnir voru algjör- ir. Fyrsta mark Íslands í síðari hálfleik kom eftir rúmar tíu mín- útur og lengi vel leit út fyrir að Ísland myndi ekki rjúfa tíu marka múrinn. Stelpurnar gáfu sig allar í verkefnið fram á lokamínútu en íslenska liðið er mörgum klössum fyrir neðan þetta frábæra norska lið. - hbg Ísland hafði ekkert að gera í Ólympíumeistarana: Neyðarlegt tap gegn Noregi ERFITT Rakel Dögg og félagar komust ekkert áfram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vináttulandsleikur: Noregur-Ísland 35-14 (19-7) Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (14/1), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (9/1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2 (3), Arna Sif Pálsdóttir 2 (2), Sólveig Lára Kjærnested 2 (3), Karen Knútsdóttir 1 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (4). Ásta Birna Gunnarsdóttir (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (2), Rut Jónsdóttir (3). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 7/1, Íris Björk Símonardóttir 4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.