19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 35

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 35
andi, af því að veturnir í ævi hennar eru fleiri en sumurin. Hún gengur aftur heimleiðis gegnum garðinn og nýtur hvildarstundar dagsins. Hún setzt á bekk móti sólinni undir háu tré. Hún ætlar aðeins að hvíla sig dálitla stund, en er ekki að bíða eftir samfylgd, og á morgun ætlar hún að fara aðra leið gegnum garðinn. Samt hlustar hún eftir fóta- taki, og hjartað slær örar, þegar hávaxinn maður í gráum sumarfrakka gengur yfir grasflötina til hennar. Hann heilsar og setzt á bekkinn hjá henni. — Ég var svo hræddur um, að þú værir farin fram hjá, af því að ég var í seinna lagi, segir hann. Elín horfir á drengilegt andlit hans, og vor- ilmurinn stígur henni til höfuðs. En nú verður hún að halda áfram. — Ég gekk alltaf um garðinn í fyrra sumar, segir hann. Af hverju hittumst við ekki þá? — Ég hef gengið um garðinn frá þvi ég var barn. — Við höfum farizt á mis. Nú má hún ekki sitja hér lengur. Hún verður að flýta sér heim. Hann færir sig nær henni. — Ég man eftir þér með stúdentshúfuna. Þá var húfan mín farin að velkjast. Svo hvarfstu mér, Elín. Blómin sofa, en þau vita, að sumarið er á leið- inni til þess að vekja þau. — Þegar þú komst á móti mér hérna í garð- inum, Elín, þá fannst mér þú gefa mér aftur æsk- una, sem ég hafði misst. Nei, nei, hún má ekki hlusta á þetta. Hún hefur okkert. til að gefa, og enginn getur gefið henni neitt. Hann lcggur handlegginn utan um hana. Hún situr kyrr, af því að hún hefur ekki mátt til að hreyfa sig. — Við e-um bæði einmana, Elín. Getum við okki fylgzt að út úr garðinum? Elin lokar augunum og nýtur hvíldarinnar, að- eins hve-fandi stund. Hún er svo óendanlega hreytt. En það kólnar skyndilega með sólarlag- inu, og hvm rís á fætur. ■— Við getum ekki fylgzt að úr úr gai’ðinum, segir hún. -— Aldrei? — Nei, aldrei. Hann stendur við hlið hennar. Ég sleppi þér ekki, Elín. Lofaðu mér að hjálpa þér. —- Það getur enginn hjálpað mér. — En við mætumst þó aftur á morgun? -— Ég held það væri betra að við færumst á mis. Hann snýr sér frá henni og gengur hratt í átt- ina að næsta hliði út úr garðinum. Hún stendur enn í sömu sporum og réttir út hendurnar á eftir honum, eins og hún ætli að kalla á hann til sín aftur. Nei, hún snýr sér undan og hraðar sér í gagn- stæða átt út úr garðinum, frá dagsljósinu inn í myrkrið. — Þér komið i seinna lagi, frú. Forstöðukonan er sjálf að hjálpa til að ganga frá börnunum. — Við höfum mikið að gera hérna. Þessi börn eru erfið, eins og þér vitið. Já, Elín veit, að þessi börn eru erfið. Elín biður afsökunar og tekur við vagninum. Hún lítur ekki i kringum sig. Hana langar ekki til að sjá meira af þessum börnum eða mæta augnaráði mæðranna, sem koma þreyttar frá vinnu til þess að sækja þau. Hún ekur vagninum eftir fáförulli hliðargötu. Litla stúlkan liggur með hálflokuð augun. Höf- uðið er óeðlilega stórt og svipurinn sljór. Elín tekur hana upp úr vagninum og ber hana inn. Hún lætur hana á gólfið á meðan hún opnar íbúð- ina. Litla stúlkan gengur nokkur skref upp að veggnum, en stendur þar kyrr, eins og hún hafi ekki vit á að snúa sér við. Elín leiðir hana inn í stofuna og lætur hana setjast á teppi í einu horn- inu og fær henni rauða hringlu og brúðu i græn- um kiól. En litla stúlkan ltann ekki að leika sér. Hún situr með brúðuna og hringluna í kjöltunni og horfir sljóum augum út í bláinn. Elin hallar sér fram á borðið. Herðar hennar kippast til af þungum ekka. Táravana, vonlaus grátur. INTERNATIONAL WOMENS NEWS. B!að Alþjóða-kvenréttindafélagsins, International Wom- ens News, fiytur alls konar fréttir um kvenréttindamá! o. fl. Er t. d. í ráði, að þar hefjist nú greinaflokkur um helztu brautryðjendur kvenréttinda-hreyfingarinnar. Blað- ið kostar 10 sh. eða 23 íslenzkar krónur og kemur út einu sinni á mánuði, 8 síður. Konur, sem kynnu að vilja ger- ast áskrifendur að blaðinu, geta snúið sér til formanns K.R.F.Í., Sigríðar J. Magnússon, Laugavegi 82. Konur, sem hafa í huga að sœkja um styrk úr Menning- ar- og minningarsjóði kvenna, œttu að hafa það hugfast, að umsóknir þurfa að vera komnar í hendur sjóðstjórnar fyrir lok júnímánaðar. Skrifstofa sjóðsins er á Skálholts- stíg 7, opin hvern fimmtudag kl. 4—6 siðdegis. Á þeim tíma eru veittar allar upplýsingar um sjóðinn, tekið á móti minningargjöfum og seld minningarspjöld. Sími sjóðs- ins er 81156. Utanáskrift: Pósthólf 1078. 19. JÚNl 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.