19. júní


19. júní - 19.06.1965, Side 20

19. júní - 19.06.1965, Side 20
Arn'lis Björnsdóttir sem kerlingin i „Gullna hliSinu“. Arndís Björnsdóttir. Ég byrjaði að leika hjá Kvenfélaginu Hringur- inn árið 1918. Það var mjög skemmtilegt, bví að Hringkonur voru svo vel samtaka. Þær höfðu öll spjót úti til að safna fé til líknarstarfsemi sinnar. Þá var skemmtanalífið i bænum ekki eins f jölbreytt og bað er nú, svo að þessar leiksýningar voru vin- sælar og vel sóttar. Mörgum bótti líka forvitni að sjá á sviðinu í Iðnó þær landshöfðingjadæturnar Elínu og Rögnu, dæt- ur Matthiasar Jochumssonar Elínu og Halldóru, Sigríði Björnsdóttur i Isafold, systur mínar Sigriði og Þórdísi Björnsdætur, en Þórdís lék alltaf Don Juan-hlutverkin í leikritunum. Mig minnir að ég léki með þeim í þremur leik- ritum. En aldrei á ævi minni hef ég orðið eins hissa og þegar Haraldur A. Sigurðsson kom til min og bað mig að leika með Leikfélagi Reykjavikur 1925. Ég þvertók fyrir það i fyrstu, treysti mér alls ekki til þess. En þegar ég sagði við Indriða ÚTGÁFUSTJÖRN 19. JÍJNl SENDI FIMM LEIKKONUM NOKKRAR SPURNINGAR VARÐANDI LEIKFERIL ÞEIRRA Waage: Þetta get ég ekki, var svarið alltaf hið sama: „Hvers vegna ekki?‘: “ — Hann opnaði augu mín fyrir þvi hvers virði leiklistin er fyrir lifið — fyrir alla, sem geta og vilja njóta túlkunar hennar. Indriði þreyttist aldrei á að leiðbeina okkur við- vaningunum, sem sumir hafa um langan aldur verið með vinsælustu leikurum borgarinnar, hvetja okkur, telja í okkur kjark, sannfæra okkur um að það væri enginn hégómi, sem við værum að fást við, heldur mikilvægt starf, sjálfum okkur og öðr- um til góðs og ánægju. Hann gafst ekki upp fyrr en hann hafði náð fram bví bezta, sem hver og einn gat í té látið. Að mínu áliti var Indriði Waage aldrei met- inn að verðleikum sem leikstjóri, og ég stend i mikilli þakkarskuld við hann fyrir allt, sem hann kenndi mér. Mörg hlutverkin eru mér kær, en allra vænst þykir mér bó um kerlinguna í „Gullna hliðinu". Ég er búin að leika hana, að ég held 187 sinnum, og næstum því i hvert einasta skipli fannst mér ég finna eitthvað nýtt í hennar einfalda lifi, í dugn- aði hennar og bjargfastri trú. Slika reynslu er að- eins hægt að fá i góðum skáldskap. Ógleymanlegar eru mér móttökurnar, sem „Gullna hliðið" fékk i Finnlandi. Fyrst les ég auðvitað hlutverkin mörgum sinn- um. Þá vaknar í huga mér löngun, sem ég á erfitt með að lýsa. Svo koma litirnir, og áður en lengra er haldið, verð ég að gera mér grein íyrir því 18 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.