19. júní


19. júní - 19.06.1981, Side 6

19. júní - 19.06.1981, Side 6
,Já, því að það get ég ekki gert nema að mjög takmörkuðu leyti. Ég er miklu fremur í hlutverki sálusorgarans. En hitt vil ég þó taka fram, að öll erindi, sem hingað berast, Iæt ég ganga áfram til viðkomandi ráðuneyta, stofn- ana eða embætta eftir því sem við á hverju sinni, og þess er þá jafn- framt getið, að ég hafi rætt við fólkið, sem í hlut á.“ íslenskt frelsi — Varla fer hjá því, að forseta- starfið hafi haft mikil áhrif á lifn- aðarhætti ykkar mæðgna, þótt ekki sé fylgst með þjóðhöfðingj- anum hér á sama hátt og tiðkast víða erlendis? „Dóttur mína vernda ég eins og ég mögulega get. Hún gerir sér ennþá ekki grein fyrir því, að móðir hennar gegnir svo stóru embætti. Hún lítur á forsetastarfið eins og hverja aðra vinnu móður sinnar. Stundum hringir hún í mig „í vinnuna“ eins og hún kallar það, þegar ég er á skrifstofunni hér í stjórnarráðshúsinu. En auðvitað hefur forsetastarfið haft nokkur áhrif. Hún þurfti til dæmis að skipta um skóla, þegar við fluttum suður á Bessastaði. En hér ríkir dásamlegt frelsi. Það eru mikil sérréttindi að vera Is- lendingur. Hér getur forsetinn gengið inn í hvaða verslun sem er — eða hlaupið um í Skerjafirðin- um, ef hann vill, eins og hver annar þegn i þessu landi, án þess að gert sé veður út af því eins og sjálfsagt yrði gert annars staðar. Víða er það reyndar svo, að þjóðhöfðingjar geta alls ekki leyft sér slíkan munað — geta ekki hreyft sig, án þess að hafa um sig varðmenn í bak og fyrir. Hitt er svo annað mál, að auð- vitað er mér sýnd meiri athygli en áður en ég varð forseti. Ég verð þess vör, að flestir, ef ekki allir þekkja mig í sjón, en því fylgja alls engin óþægindi — ég finn hlýjan hug í minn garð, hvar sem ég kem. Það sem kannski er skemmtilegast er 4 hversu garntekin börn verða af þessu öllu. Þegar þau sjá mig koma akandi í embættisbílnum, og þau eru í bílnum á undan eða eftir eða aka fram úr, veifa þau alltaf til mín. Og ég veifa á móti og þau halda áfram að veifa. Þeim þykir gaman að því, að forsetinn tekur eftir því að þau eru til — og það gerir forsetinn svo sannarlega. Annars varð engin stökkbreyt- ing á lífi mínu, þótt ég yrði forseti, önnur en sú, að ég fluttist út fyrir bæinn, eftir að hafa búið rétt við miðbæinn alla tíð. En ég held íbúðinni á Aragötunni. Þar á ég afdrep með bókunum mínum.“ — Kjör þitt til forseta vakti auðvitað miklu meiri athygli en ella vegna þess að þú ert kona. En hefur kynferðið skipt einhverju máli — orðið þér til hagræðis eða trafala? „Það hefur engu breytt held ég. Forsetastarfið er eins og hver önnur vinna, sem maður gegnir eftir bestu getu, hvort sem maður er karl eða kona.“ Viðameira en ég hélt — Er forsetastarfið líkt því sem þú gerðir þér í hugarlund, þegar þú ákvaðst að gefa kost á þér til starfsins? „Nei, það er miklu, miklu viða- meira. Ég gerði mér enga grein fyrir því, hversu feikilegt starf þetta er, og ég held, að mönnum sé það almennt ekki ljóst. Þegar ég var hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hélt ég, að aldrei mundi ég í fram- tíðinni hafa meira að gera en ég hafði þá stundum — við vorum svo fáliðuð. En þetta fyrsta ár mitt i forsetaembættinu hef ég sannar- lega fengið að kynnast því, hvað annir eru. Svo til hver mínúta er ásetin. En ég nýt þess, að með mér vinnur gott fólk. Hér er forsetarit- ari í hálfu starfi og einkaritari í fullu starfi. Annað starfslið er ekki á forsetaskrifstofunni.“ — Hvað er það einkum í for- setastarfinu sem þér finnst þú ekki hafa gert þér grein fyrir, fyrr en nú að fenginni reynslu? „Sumt af því stafar auðvitað beinlínis af því, að þetta hefur vakið svo mikla athygli út um heim. Mig hafði til dæmis ekki órað fyrir þessum gífurlega pósti sem hingað berst. Bréfin eru bæði mörg og margvísleg — menn skrifa per- Anne Sabouret gerði 40 mín. sjónvarpskvikmynd f ágúst sl. um fsland og lorsetann, og urðu Frakkar mjög gagnteknir af henni. Hér ræða þær saman Vigdís og Anne.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.