19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 7

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 7
„Dóttur mína vernda ég eins og ég get.“ Vigdís og Ástríður eins og þær komu fram í frönsku sjónvarpskvikmyndinni. sónuleg bréf og óska mér til ham- ingju, lýsa aðdáun sinni á þeim kjarki fslendinga að þora að velja sér konu sem forseta, kynna alls kyns félög út um allan heim, biðja mig að koma og halda erindi, segja frá Islandi, styrkja ýmis góð mál- efni — og þannig mætti lengi telja. Eg reyni að svara þessu eftir efnum og ástæðum. Þá má líka nefna, að ég hafði ekki heldur gert mér grein fyrir því að slíkur fjöldi blaðamanna myndi streyma hingað og vilja eiga við mig viðtöl.“ — En er þá eitthvað í sjálfri skipan þessa embættis, sem þú teldir að fenginni reynslu til bóta að breyta? „Nei, ég sé ekki ástæðu til þess. Starfssvið forseta fslands er í því horfi sem ég sem lýðræðissinni tel að það eigi að vera.“ — Hvað segirðu þá um emb- ættisreksturinn sjálfan? Hefurðu breytt einhverju í því efni? „Eg hef hreinlega ekki haft tíma til þess, þótt ég hefði viljað. Hver dagurinn hefur rekið annan og ég hef haft yfrið að gera í daglegum störfum.“ — En er eitthvað, sem þú vildir breyta? „Nei, forsetastarfið er komið í skorður, sem mótaðar eru af hefð — og ég er ákaflega íhaldssöm á hefðir. Ég vil halda íslenskum hefðum nema þær brjóti í bága við framfarir í nútímamenningu. Þessar hefðir gera það ekki.“ — Hvern þátt embættisins telur þú vera mikilvægastan? „Það er sá þáttur að koma þannig fram fyrir þjóðina, að hún sé ekki ósátt við það — þá á ég auðvitað líka við það fólk, sem studdi aðra frambjóðendur en mig. Eg vil reyna að finna þá sáttaleið rnilli manna, að þeir hnjóti ekki um, að ég hafi verið valin til emb- ættisins.“ — Hvað er skemmtilegast í for- setastarfinu? „Þegar að er gáð, held ég, að ís- lendingar standi sig vel á nær öllum sviðum þjóðlífsins og það er mér mikil gleði að fá sem forseti að vera vitni að slíku og taka þátt í því. Hér er margt svo vel gert að jafnast á við það sem best er annars staðar í heiminum. Um daginn var ég til dæmis á samkomu í Há- skólabíói til styrktar byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Kópavogi. Að samkomunni stóð hópur listamanna í sjálfboðavinnu og hvert einasta atriði var með þeim ágætum að ekki hefði verið betur gert í listahöllum milljóna borga. Ég þykist geta dæmt um það, því að ég hef komið til margra stórborga um æfina. Á stundum eins og þessari í Háskólabíói hlýnar mér um hjartað, ég fyllist stolti yfir því að vera íslendingur. Almennt talað held ég að allt of margt fólk meti ekki að verðleikum þá gæfu sem það er að vera borinn íslendingur og fá að búa á þessu góða landi. Þeir sem gera lítið úr landinu og þjóðinni eru um leið að gera lítið úr sjálfum sér. Það er alveg sama hvert við lítum í veröldinni til samanburðar — hann hann verður okkur undantekningar- lítið í vil. Hér ríkir meira frelsi en annars staðar og hér hafa flestir, ef ekki allir, nóg að bíta og brenna. Og ég held, að hvergi i heiminum muni jafn mikið um hvern ein- stakling og hér og það er hverjum manni lán, sem seint verður of- metið, að finna að verka hans sér stað, að þjóðina munar um fram- lag hans. Þá lífsfyllingu fara víst margir á mis við í mannhafi stór- þjóðanna. Og ég held, að ég taki ekki of stórt upp í mig, þótt ég segi, að það sé alveg ótrúlegt hver afrek hafa verið og eru unnin í þessu góða landi okkar. Ég er hreykin af því að vera íslendingur, og vil gera mitt sem forseti til þess að kenna þessari þjóð að meta sjálfa sig að verðleikum.“ Á vini í öllum stj órnmálaf lokkum — Þú þarft auðvitað að eiga mikið saman við stjórnmálamenn að sælda sem forseti, þótt forsetinn láti að jafnaði ekki til sín taka í beinum stjórnmálum. Þar kemur væntanlega líka fyrr eða síðar, að þú þarft að gangast fyrir stjórnar- myndun. Hvernig hefurðu búið þig undir slíkt? „Ég geri mér að sjálfsögðu far um að fylgjast sem best með öllum þjóðmálum. Ég er svo heppin og lánsöm að eiga vini í öllum stjórn- málaflokkum og reyni að glöggva mig á öllu sem er að gerast. Þeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.